Höfundur: Knud Romer

Einstæð saga byggð á bernskuminningum höfundar

Danska skáldsagan Sá sem blikkar er hræddur við dauðann einstæð saga og vakti verulega athygli og úlfúð í heimalandi höfundarins þegar hún kom út, enda byggir hann söguþráðinn á eigin uppvexti í litlu þorpi nálægt þýsku landamærunum og þykir afar óvæginn gagnvart því umhverfi sem hann er sprottinn úr.

Drengurinn Knud á ekki sjö dagana sæla á bernskuárum sínum; þýsk móðir hans verður fyrir ofsóknum bæjarbúa vegna þjóðernis síns og Knud má þola gegndarlaust einelti annarra barna. Saga fjölskyldunnar er samofin tíðarandanum og fortíðin fylgir fólkinu eins og dimmur skuggi.

Þetta er kaldhæðin og eftirminnileg frásögn af einkennilegum dreng og áhugamálum hans en um leið nístingsköld lýsing á útskúfun og höfnun. Hér segir af fásinni, fordómum og harðýðgi í garð þeirra sem skera sig úr fjöldanum í litlu samfélagi á sjöunda áratugnum – en atburðirnir gætu eins gerst á öðrum stað og tíma.

„Harmþrungin bók sem kemur út á manni tárum hvað eftir annað.“
Weekendavisen

„Frumraun Knuds Romer er afburðagóð bók um heimabæ hans.“
Information

[Domar]

Þó að sagan eigi sér stað í Danaveldi á sjöunda áratugnum gæti hún í raun átt sér stað hvar og hvenær sem er. Knud tekst að fanga mannlegt eðli og tilfinningar á einstakan hátt. Hann hefur til að bera það innsæi sem nauðsynlegt er til að valda hugarangist lesenda jafn auðveldlega og að draga fram brosið. Bók hans á erindi við allt áhugafólk um fólk.“
Erla Hlynsdóttir / DV

[/Domar]

990

Sá sem blikkar er hræddur við dauðann

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 54mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

990 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik