Höfundur: William Saroyan

Geðbilun í ættinni og fleiri sögur er eitt kunnasta verk Williams Saroyan. Hann skrifar sögurnar seint á ævinni og má segja að höfundur snúi þar aftur til heimaslóða í margvíslegum skilningi. Í sögunum togast á tregi og gleði, hið hárfína jafnvægi gamans og alvöru, sem er eitt megineinkenni sagna Saroyans, er hér fínstilltara en í flestum öðrum verkum hans og öll hefðbundin viðhorf um þetta tvennt sem andstæður verða að þoka. Einfaldleiki í stíl er í fyrirrúmi og sögurnar njóta sín til fulls í öndvegisþýðingu Gyrðis Elíassonar skálds.

William Saroyan (1908-1981) hafði ómæld áhrif á þróun bandarískra bókmennta á öldinni sem leið. Saroyan var af armensku bergi brotinn og gætir upprunans æði oft í verkum hans. Áður hefur komið út eftir hann á íslensku smásagnasafnið Ég heiti Aram einnig í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

1140

Geðbilun í ættinni

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 44mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

1.140 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 107 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik