PureFlow er léttur og lipur skór sem hentar frábærlega í hraðari hlaup og hentar líka vel í almennar æfingar í líkamsrækt svo sem metabolic, bootcamp og crossfit. Þeir eru með hlutlausa styrkingu og blöndu af dempun og fjöðrun. PureFlow er í'Connect' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefnið í PureFlow er 'DNA LT' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir jafna og góða dempun ásamt fjöðrun, einnig er efnið 10% léttara en hefbundna 'BioMoGo DNA' sem er notað í flesta aðra skó hjá Brooks. Hönnun sólans gerir hann einstaklega sveigjanlegan og virkar því skórinn enn léttari á fæti. Miðsólinn er aðeins flatari en í hefbundnum hlaupaskómásamt því að vera með rúnaðan hæl sem gerir miðfótar og tábergs niðurstig þægilegra en tekur þó líka vel við hæl lendingu, einnig hjálpar það við aukið jafnvægi í almennum æfingum.

Yfirbyggingin er úr léttu teknísku efni sem andar en er sterkara en í fyrri útgáfum svo að skórnir þoli betur æfingar. Góður stuðningur er frá þéttum hælkappa með mjúkri bólstrun.

Við mælum frekar með PureFlow sem hlaupaskóm fyrir vanari hlaupara og þá aðallega í hraðari hlaup en jafnframt fyrir byrjendur og vana í líkamsrækt.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 4mm og vegur hann 213g í stærð 40. Áætluð ending sem hlaupaskór er um 400-600km.

14000.0000

Brooks PureFlow 7

Fullt verð 19.990 kr
Þú sparar 5.990 kr
Afsláttur 30%
  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 54mín.
  • 25mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

Fullt Verð: 19.990 kr

Tilboðsverð: 14.000 kr

Um Eins og fætur toga
Eins og fætur toga
Eins og fætur toga Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Skór og fylgihlutir

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik