PureCadence er léttur og mjög stöðugur og hentar þar af leiðandi bæði vel í æfingar í ræktinni, metabolic, bootcamp og crossfit ásamt hraðari hlaupum. Þeir eru mjög stöðugir bæði við innra og ytra hælsvæðið. Miðsólinn veitir skemmtilega blöndu af höggdempun og fjöðrun.PureFlow er í'Connect' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefniðí PureCadence er 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinusem veitir jafna og góða dempun í öllum miðsólanum. Hann dreifir orkunni úr niðurstiginu vel út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkamanum og minnkar þannig álag en hann veitir einnig smá fjöðrun til að gefa kraft í frásparkið. Þessir skór eru með létta og væga útgáfu af 'Guide Rails' stuðningsrammannum sem sjá má íTranscend, þeir veita semsagt stuðning bæði við innri og ytri hliðina og geta því margir valið þennan skó óháð fótgerð.Miðsólinn er aðeins flatari en í hefbundnum hlaupaskómásamt því að vera með rúnaðan hæl sem gerir miðfótar og tábergs niðurstig þægilegra en tekur þó líka vel við hæl lendingu, einnig hjálpar það við aukið jafnvægi í almennum æfingum.

Yfirbyggingin er sterkari en áður og þolir þar af leiðandi betur almennar æfingar og slíkt álag. Hún er í raun tvískipt en inní skónum er mjúkur og þægilegur 'Internal booty' sem er nánast eins og sokkur og utan um það er slitsterkara ytraefni. Hælkappinn veitir mikinn stuðning og er vel bólstraður til að tryggja þægindi og minni hættu á nuddi.

Við mælum frekar með PureCadencesem hlaupaskóm fyrir vanari hlaupara og þá aðallega í hraðari hlaup en jafnframt fyrir byrjendur og vana í líkamsrækt.


Hæðarmismunur hæls og tábergs er 4mm og vegur hann 255g í stærð 42,5. Áætluð ending sem hlaupaskór er um 400-600km.

19990

Brooks PureCadence 7

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 60mín.
  • 25mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

19.990 kr
Um Eins og fætur toga
Eins og fætur toga
Eins og fætur toga Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Skór og fylgihlutir

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik