Brooks Asteria er mjög léttur og fjaðrandi skór með styrkingu við hælinn. Asteria er í 'Speed'flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Markmiðið með skónum er að auka hraða og tempó, það gera þeir með 'BioMoGo DNA' efninu sem inniheldur gelblöndu í frauðefninu og er hannað til að veita mikla fjöðrun í bland við höggdempun. Hönnun miðsólans og undirsólans er að gefa þér orkuna úr niðurstiginu fljótt aftur í skrefið til að veita þér aukinn kraft í frásparkið. Svokallað 'Midfoot Transition Zone' flýtir fyrir færslunni frá niðurstigi yfir í fráspark og styrkingin við hælinn heldur fætinum stöðugum. Athugið að þetta er ekki innanfótarstyrking og getur því einnig hlaupari sem velur hlutlausa skó notað þessa.

Yfirbyggingin er fislétt með þunnu og opnu neti sem veitir framúrskarandi öndun og '3D Fit Print' stuðningslínur á réttum stöðum til að styðja við fótinn. Hælkappinn er stífur og stöðugur með létta bólstrun og tungan er einnig þynnri en á hefbundnum hlaupaskóm, allt til að létta skóna.

Þessir henta best fyrir vana hlaupara sem nota þá í hröð hlaup en einniggóður skór í ræktina og almennar æfingar.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 8mm og vegur 235g í stærð 42,5. Áætluð ending er 400-600km.

15992.0000

Brooks Asteria

Fullt verð 19.990 kr
Þú sparar 3.998 kr
Afsláttur 20%
  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 45mín.
  • 16mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

Fullt Verð: 19.990 kr

Tilboðsverð: 15.992 kr

Um Eins og fætur toga
Eins og fætur toga
Eins og fætur toga Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Skór og fylgihlutir

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik