Höfundur: Michel Houellebecq

Í kosningunum vorið 2022 sigrar formaður Bræðralags múslíma, Múhameð Ben Abbes, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, Marine le Pen, og verður þar með forseti Frakklands fyrstur múslíma. François er háskólakennari á fimmtugsaldri sem býr einn og lifir að mestu á tilbúnum réttum. Hann er sérfræðingur í nítjándu aldar höfundinum J.K. Huysmans og kennir við Sorbonne. Hann verður annaðhvort að laga sig að nýjum aðstæðum og gerast múslími – því nú lýtur allt lögmálum íslams – eða fara á rífleg eftirlaun. François er á báðum áttum og reynir að finna fótfestu í eigin hefðum en svo tekur líf hans óvænta stefnu …

Skáldsagan Undirgefni eftir Michel Houellebecq sprettur beint upp úr samtímanum og spyr áleitinna spurninga um grunngildi vestrænna samfélaga á ólgutímum og viðbrögð fólks við gjörbreyttum aðstæðum.

Bókin kom út í Frakklandi í ársbyrjun 2015, vakti gríðarlega athygli og var á metsölulistum þar vikum saman. Hún hefur nú verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna hlotið lofsamlega dóma.

Friðrik Rafnsson íslenskaði.

990

Undirgefni

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 55mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

990 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 107 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik