Höfundur: Sirrý Arnardóttir
Tröllastráknum Vaka og Sögu vinkonu hans finnst fátt skemmtilegra en að smíða kofa og það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í litla kofaþorpinu þeirra.
Hrekkjusvín vinna skemmdarverk á kofunum í skjóli nætur og Vaki og Saga fyllast reiði og örvæntingu. Óvæntur atburður verður síðan til þess að allir þurfa að standa saman og hjálpast að.
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir.
Geisladiskur með upplestri bókarinnar fylgir með. Lestur: Kristján Franklín Magnús.