Rómantísk helgarferð fyrir tvo til Valencia 12 - 16. október

Komdu ástinn á óvart með rómantískri fjögurra nátta gistingu í Valencia, sem oft er kölluð "Litla Barcelona". Fjögurra stjörnu hótel, ásamt flugi fyrir aðeins 69.995 kr. á mann m.v. tvo fullorðna.

Nánari Lýsing

Valencia er ein af þessum dásamlegu spænsku borgum sem byggir á mikilli sögu og hefð.

Borgin Valencia er ein sú framsæknasta í Evrópu í dag og spennandi heim að sækja. Valencia er fræg fyrir paellu, gamla bæinn, keramiklist, vefnaðarvöru, húsgagnagerð, Valencia-kokteilinn Aqua de Valencia og næturlíf. Í Valencia finnur þú heillandi gamlan borgarhluta, sem iðar af mannlífi, dómkirkju, veitingastaði og frábæra strönd. Það má segja að Valencia hafi allt, hún er vinaleg og lifandi borg sem gott er að versla í og ekki skemmir fyrir að þjóðarréttur Spánverja, paella, leit einmitt fyrst dagsins ljós í borginni yfir viðareldi.

Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og ein af þessum dásamlegu spænsku borgum sem byggja á mikilli sögu og hefðum. Rómverjar byggðu borgina á sínum tíma og gáfu henni nafnið Valentia á latínu en borgin er oft kölluð „Litla Barcelona“. Mannlífið í Valencia er litskrúðugt og borgin skemmtileg blanda af gömlum og nýjum tíma. Í dag er Valencia einstök menningarborg og hjarta borgarinnar tifar af listfengi, hvort sem um ræðir arkitektúr, safnalist ýmiss konar eða matarmenningu.

Valencia státar af miklu úrvali verslana líkt og margar borgir en hér má finna öll stærstu vörumerkin. Verslanir Zara og Mango eru fjölmargar enda spænsk vörumerki en hér eru einnig H&M-verslanir auk Berskha, Pull&Bear, o.fl. Gaman er að rölta um og skoða litlu sjálfstæðu verslanirnar fjarri stórverslununum sem bjóða upp á allt milli himins og jarðar en einnig setur hvert verslunarhverfi upp götumarkað vikulega. Í Valencia eru verslunarmiðstöðvarnar El Salor og Aqua, báðar staðsettar í námunda við „City of Arts & Science“, en einnig er að finna nokkrar El Corte Ingles stórverslanir. Þá er Primark og fjölda annarra verslana að finna í Bonaire verslunarmiðstöðinni sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá miðbænum. 

Í borginni er úrval veitingastaða sem bjóða upp á matargerð frá öllum heimshornum en vinsælustu staðirnir eru þeir sem eru með spænska og Miðjarðarhafsmatargerð. Án efa er rétturinn paella einn sá vinsælasti í Valencia auk þess sem paellan er fræg um allan heim. Það eru hins vegar til jafnmörg afbrigði af paellu eins og það eru til margir kokkar en Valencia er óvéfengjanlega heimaland paellunnar.

Ekki missa af tækifæri til að heimsækja þessa dásamlegu og framsæknu borg Spánar og einfaldlega njóta þess að vera til!

Tryp Valencia Ocean er nútímalegt hótel sem er staðsett aðeins í um 10 mínútna fjarlægt frá ströndinni.

Móttakan er stór og falleg og er hún opin allan sólarhringinn en þar má nálgast ýmis konar þjónustu. Í móttökunni er bar en þar er hægt að kaupa drykki og léttar veitingar.

Hér er sólbaðsaðstaða með lítilli sundlaug en meðfram henni eru sólbekkir. Snarlbar er við sundlaugina en þar er hægt að kaupa ýmsa kokteila og aðra drykki, einnig er þar hægt að fá léttar veitingar af ýmsum toga.

Hótelið býður upp á fjölbreytt morgunverðarhlaðborð en á veitingastaðunum er einnig boðið upp á a la carte matseðil, ásamt réttum í Miðjarðarhafsstíl. Hérna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en þetta hótel býður upp á glutenlaust fæði. Vert er að taka það fram að gestir þurfa að láta móttökuna vita ef þeir óska eftir slíku fæði.

Frítt aðgengi er að internettengingu (WI-FI) á öllu hótelinu.

Herbergin eru stílhrein, rúmgóð og björt. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma og öryggishólfi sem rúmar fartölvur. Á baðherberginu er baðkar með sturtu, hárblásara og baðvörum.

Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og í nágrenni hótelsins er ýmis konar afþreying, s.s. Bioparc dýragarðurinn og Gulliver garðurinn en þar er að finna rennibrautir af ýmsum stærðum og gerðum fyrir börnin. Hér er einnig sædýrasafnið Oceanografic en það er stærsta og flottasta sædýrasafn í Evrópu. 
Valencia er þekkt fyrir klasa bygginga sem kallast „borg lista og vísinda“ eða City of Arts and Science sem er að finna á Turia-svæðinu.

Í borginni er úrval veitingastaða sem bjóða upp á matargerð frá öllum heimshornum en vinsælustu staðirnir eru þeir sem eru með spænska og Miðjarðarhafsmatargerð. Borgin á sér mikla sögu og hefðir og má segja að hún hafi allt sem ferðalangurinn er að sækjast eftir. Þetta er framsækin borg sem vert er að heimsækja.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Smáa Letrið

Leiðbeiningar

  • - Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • - Verð: 69.995 á mann miðað við tvo fullorðna í herbergi, samtals 139.990 kr. 
  • - Brottför föst: 12. okt - Heimkoma: þrið 16. okt.
  • - Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • - Verð miðast við gistingu í standard herbergi

Innifalið í verði:

  • - Flug og flugvallaskattar
  • - Hótel
  • - Innritaður farangur 23 kg og handfarangur 10 kg á mann

Gildistími: 12.10.2018 - 16.10.2018

Notist hjá
Heimsferðir, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík

Vinsælt í dag