Drykkir, engiferskot og súrdeigssamlokur fyrir tvo á Systrasamlaginu

Val um heiðgulan túrmerik jurtalatte, sem er bragðgóður og bólgueyðandi, eða bleikan hibiscus jurtalatte, fjórar tegundir af súrdeigssamlokum (hægt að fá vegan) ásamt engifersskotum sem eru rómuð fyrir styrkleika og bragðgæði.

Nánari Lýsing

Töfrandi drykkir af boðefnabarnum, engiferskot og súrdeigsamlokur - gildir fyrir tvo.

Þú getur valið um heiðgulan túrmerik jurtalatte, sem er bragðgóður og bólgueyðandi, eða bleikan hibiscus jurtalatte sem fær 10 af 10 mögulegum hjá besta kokki landsins (að mati systra) Svenna Kjartans á AALTO BISTRO. Hibiscus latteinn er magnaður fyrir meltinguna, fegrandi og flottur.

Báðir drykkirnir eru búnir til úr þekktum lífrænum lækningajurtum. En umfram allt eru þeir bragðgóðir, nærandi og gefandi og öðlast þannig sérstakan sess á boðefnabar Systrasamlagsins undir kjörorðinu – Drykkur er líka matur.

Engiferskot, sem og önnur skot Systrasamlagsins eru rómuð fyrir styrkleika og bragðgæði (ekkert sull). Þau eru úr lífrænu hráefni, rífa í og og hafa sannarlega heilunarmátt.

Súrdeigssamlokur Systrasamlagsins hafa nært marga inn að beini, alveg síðan á Seltjarnarnesinu 2013, enda systur ævinlega langt á undan sinni samtíð.  Þú getur valið um fjórar tegundir sem eru vegan og ekki. En við verðum að nefna geitaosts samlokuna sérstaklega sem margir hugsa stöðugt um.

Möntru armbönd og kristalsvatnsflöskur
Systrasamlagið á Óðinsgötu 1 hefur getið sér gott orð fyrir einstök lífræn gæði og teljast frumkvöðlar í nýrri drykkjarmennningu sem nú ryður sér til rúms um allan heim.  En Systrasamlagið er ekki bara boðefnabar og lífrænt kaffihús heldur líka verslun og teljast þær systur einnig frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum fatnaði, jógavörum, Möntru armböndum, kristalsvatnsflöskum, eiturefnalausum ilmum og snyrtivörum, ásamt áhugaverðum heilsu námskeiðum, Sveita-samflotum og Slökun í borg. Síðast en ekki síst kynntu þær Flothettuna góðu fyrir Íslendingum, ásamt hönnuði hennar,  Unni Valdísi, sem vakið er mikla athygli.
Þær tóku með öðrum orðum hugmyndina um heilsubúð og kaffihús skrefinu lengra og hlúa ekki síður að andlegu hliðinni en þeirri líkamlegu.

Óðinsgötu 1
101 Reykvík
511 6367
www.systrasamlagid.is

Smáa Letrið

- Tilboðið gildir fyrir tvo 

- Gildir til 31. maí 2018

- Inneignarbréfið gildir fyrir tvo og innheldur: Túrmerik jurtalatte eða hibiscus jurtalatte, engiferskot og súrdeigssamlokur. Drykkirnir eru vegan og hægt er að velja vegan súrdeigssamlokur einnig.

- Afgreiðslutími: Mánudaga – föstudaga frá 10-18. Laugardaga frá 11-16. 

- Gildistími: 17.04.18 - 31.05.18

Gildistími: 17.04.2018 - 31.05.2018

Notist hjá
Systrasamlagið Óðinsgötu 1 101 Reykvík

Vinsælt í dag