Sumarjóga á tilboði - Kundalini, Hatha og Jóga Nidra

Njóttu þess að stunda jóga í sumar, hlaða batteríin, næra þig og styrkja - Jóga stuðlar að jafnvægi á huga, sál og líkama, gefur betri einbeitingu, styrk og frið inn í daglega lífið

Nánari Lýsing

Jógasetrið, staðsett í Skipholti 50c er vettvangur fyrir jógaiðkun fyrir alla aldurshópa. Í setrinu er lögð áhersla á vingjarnlegt andrúmsloft þar sem leitast er við að hlúa að og næra líkama, sál og andans vellíðan.

OPIÐ KORT í alla Kundalini- Hatha og Jóga nidra tíma.

Í Jógasetrinu starfar Auður Bjarnadóttir sem kennir Kundalini jóga, meðgöngujóga, mömmujóga, auk fleiri kennara. 

JÓGA

Jóga er aldagömul leið, eitt elsta mannræktarkerfi veraldar, og miðar að þroska og jafnvægi líkama, hugar og sálar.

Jóga þýðir heild eða sameining; líkami, tilfinningar og hugur mynda eina heild; við erum ekki aðskilin hvort frá öðru heldur myndum við eina heild sem er samofin lífríki jarðar.

Við lifum í heimi margbreytileikans þar sem allt er stöðugt að breytast. Það að hvíla í augnblikinu hér og nú gefur okkur tækifæri til þess að uppgötva hver við erum í raun og veru. Reynslan hefur sýnt að lífsgleðI og sköpunarkraftur eflist við jógaástundun og margir nútíma kvillar eins og kvíði, streita og svefnleysi dvína. Jafnvægi skapast í orkubúskap líkamans og við höfum aðgang að þeirri orku og einbeitingu sem við þurfum á að halda.

Öndunin er leiðarljós í jóga og með meðvitaðri öndun skynjum við einingu líkama, tilfinninga og huga og opnum fyrir dýpri vitund. Jóga styrkir og opnar líkamann, eykur mýkt og sveigjanleika, dregur úr verkjum, bætir líkamsstöðu, auðveldar djúpslökun og færir vellíðan. Betri öndun eykur súrefnis-og blóðflæði og bætir þannig heilsuna og svefninn.

Líkaminn er frábær kennari og með því að gera jógaæfingarnar stuðlum við að jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Þegar við erum í jafnvægi er auðveldara að mæta ögrandi verkefnum og lifa í sátt við sjálf okkur og aðra. Jógaæfingarnar efla styrk og úthald og auka lífsorku, sköpunargleðI og meðvitund um augnablikið hér og nú. Hin aldagömlu jógafræði hafa í þúsundir ára hjálpað fólki til að líða vel í daglegu lífi.

Smáa Letrið

Munið eftir inneignarmiðanum

Tímatöfluna má sjá inn á jogasetrid.is

Gildistími: 01.07.2018 - 31.08.2018

Notist hjá
Jógasetrið, Skipholt 50c, 105 Reykjavík

Vinsælt í dag