Sumartilboð - Kvöldverður fyrir tvo a Höfninni

Það er komið sumar við Höfnina og í tilefni af 10 ára afmæli staðarins þá bjóðum við glæsilegan matseðil sem hægt er að njóta hvort sem er á veröndinni eða inni með ævintýralegt útsýni yfir smábátahöfnina í Reykjavík. - Gildir til 31. águst 2020.

Nánari Lýsing

Vegna fjölda fyrirspurna opnum við aftur þetta vinsæla sumartilboð í örfáa daga....

Matseðillinn er ekki af verri endanum...

- Í forrétt: Rækjur og reyksoðinn urriði, lárpera og chilli með salati og sinnepsdressingu 
- Í aðalrétt: Andarbringa og djúpsteikt andar“confit“ með stöppuðum baconkartöflum, ristuðum spergli, brenndri fíkju og sítrónusósu. 
- Í eftirrétt: Kaffi og sætt með   
                                                                                                                 

Gestir njóta Happy Hour drykkja alla opnunartíma. 

Um Höfnina

Höfnin er veitingastaður þar sem gæði og sanngjarnt verð fara saman. Höfnin er íslenskur veitingastaður þar sem besta hráefni sem völ er á er notað. Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari og hans fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. 
 
Höfnin tekur um 100 manns í sæti á tveimur hæðum og staðsetningin er frábær með útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík þar sem notalegt er að fylgjast með bryggjukörlunum koma að landi með spriklandi fiskinn. Höfnin er alveg á bryggjusporðinum með helstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum.
 
Húsið geymir heilmikla sögu sjómanna og verkafólks sem hér bjó á árum áður. Uppskriftirnar eru klassískar en færðar til nútímans af matreiðslumönnum staðarins. Flott þjónusta og hlýlegt umhverfi bíður þín á veitingahúsinu Höfninni.
 

Smáa Letrið
  • Borðapantanir eru í síma 511-2300.
  • Tilboðið gildir fyrir tvo.
  • Gildir ekki með öðrum tilboðum.

Gildistími: 11.05.2020 - 31.08.2020

Notist hjá
Veitinghúsið Höfnin, Geirsgata 7c, 101, Reykjavík

Vinsælt í dag