Haustfagnaður - Gjafabréf í fullkomna ævintýraferð á Hótel Eldhesta

Vertu skrefi á undan og bókaðu frábæra haustrómantík á Hótel Eldhestum þar sem sveitarómantíkin bíður eftir ykkur. Nældu þér í einstaka upplifun á frábæru verði dagana 15. september til 31. desember.

Nánari Lýsing

Ævintýraferð fyrir tvo

Fullkomin ævintýraferð á Hótel Eldhesta - Klukkustundar reiðtúr, þriggja rétta kvöldverður og gisting ásamt morgunverðahlaðborði fyrir tvo. Gerðu vel við þig og þína. Hótel Eldhestar er einstaklega kósý og heillandi sveitahótel í Ölfusi. Aðeins hálftíma (30 mín.) keyrsla frá höfuðborgarsvæðinu. 37 rúmgóð tveggja manna herbergi með baði og heitir pottar eru á svæðinu.

Klukkustundar hestaferðir eru ætlaðar til að gefa fólki kost á að upplifa íslenska náttúru, auk þess að upplifa hinn einstaka fjölbreytileika og gæði íslenska hestsins. Eldhestar útvega allan nauðsynlegan útbúnað, s.s. hjálma, regnföt, stígvél, sokka, vetrargalla o.s.frv. Eldhestar útvega einnig hesta við allra hæfi.

Þú kaupir tilboðið hér og færð gjafabréfið sent í tölvupósti skömmu eftir kaup. Því næst hefurðu samband við Hótel Eldhesta og bókar dvölina.

  • - Öll herbergin eru um 19 – 23 m2
  • - Hin heimsþekktu rúm frá „Hästens“ í Svíþjóð. (Hästens = Hesturinn). Þessi rúm eru hágæðarúm og hafa einnig hlotið Norræna umhverfismerkið, Svaninn
  • - Sjónvarp inni á öllum herbergjum
  • - Frí Internet tenging á hótelinu (WiFi)
  • - Útidyr á öllum herbergjum
  • - Heitur pottur
  • - Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða
  • - Bar og notaleg setustofa með arinn
  • - Veitingastaður fyrir 90-100 manns
  • - Fundarsalur fyrir 40-65 manns

Hestaleigan

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Hestaferðir

Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar  og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum.  Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins.  Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum;  flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal,  sem og hjólreiðaferð um Reykjavík  svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.

Hótel Eldhestar 

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana með tölvupósti á: [email protected]

Gildistími: 15. september til 30. desember 2021


Smáa Letrið
  • - Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gefur þeim sem á það skilið.
  • - Gildir fyrir tvo í eina nótt.
  • - Til að bóka er best að senda tölvupóst á [email protected] með ósk um dagsetningu.
  • - Hestaferðirnar eru kl. 13:30 og 14:45 á komudegi
  • - ATH: Gildistími er frá 15. september til 31. desember.  

Gildistími: 15.09.2021 - 31.12.2021

Notist hjá
Hótel Eldhestar Vellir, 816 Ölfus

Vinsælt í dag