-
- Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gefur þeim sem á það skilið.
-
- Tilboðið gildir fyrir tvo í tveggja manna deluxe herbergi með morgunverði í eina nótt og aðgangur að heilsulind hótelsins.
-
- Sloppar, inniskór, súkkulaði og vínflaska bíður á herberginu við komu.
-
- Innritun er frá kl. 14:00 og útritun er kl. 12:00.
- - Við fylgjum öllum sóttvarnarreglum og því er spa-ið lokað þegar takmarkanir á vegum yfirvalda eiga við.
-
- Við innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu.
-
- Frekari upplýsingar um tilboðið og bókunina eru veittar í síma 595 8582.
-
- Tilboðið gildir ekki frá 1. 6 – 31.8, 24.12, 25.12, 31.12 og 01.01.
-
- Nýta má jólagjafabréfið á öllum dagsetningum í liðnum fyrir ofan fyrir 10.000kr aukagreiðslu
-
- Takmarkað magn, aðeins 1111 gjafabréf í boði.
-
- Bókunardeildin er opin á milli 08:00 og 16:00 alla virka daga, milli 10:00 og 18:00 á laugardögum og sunnudögum.
Gildistími: 11.11.20 - 23.12.21