Rómantík í svítu með útsýni á Hótel Íslandi

Hótel Ísland hefur að geyma einstakt spa sem býður upp á heitan pott, kaldan pott og flotlaug. Í spainu er gott að slaka á og láta þreytuna líða úr sér. Gott er að hefja upplifunina í heilsulindinni og njóta svo veitinga í einni af fallegu svítunum okkar.

Nánari Lýsing

Hótel Ísland

Hótel Ísland er staðsett við Ármúla 9 í Reykjavík í göngufæri  við miðbæinn og Laugardalinn, þar sem boðið er upp á stærstu útisundlaug landsins, grasagarðinn, Laugardalshöll og Laugardalsvöll, Húsdýra og Fjölskyldugarðinn og Skautahöllinna.
Hótelið er því tilvalið fyrir fjölskyldur og íþróttahópa sem þurfa að sækja viðburði í dalinn eða vilja dvelja miðsvæðis í borginni.

Allar helstu staðir eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð, sem gerir hótelið fullkomlega staðsett til að fá aðgang að því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Miðbærinn býður upp á fjölbreyttar verslanir, veitingastaði, söfn og menningarstarfsemi auk spennandi næturlífs.

Hótelið býður upp á 135 vel útbúin herbergi sem sum bjóða uppá útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur Reykjavík. Hótel Ísland er fyrsta heilsulindarhótelið á Íslandi.

Heilsulindin okkar er fullkominn staður til að hjálpa þér að halda jafnvægi á milli huga, líkama og sálar. Í heilsulindinni eru þægindi þín og vellíðan í fyrirrúmi. Í heilsulindinni er heitur og kaldur pottur, fljot sundlaug, gufubað og afslappað og nútímalegt andrúmsloft.

Allir gestir okkar fá ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð okkar. Gestum er velkomið að skrá sig í jógatíma meðan á dvöl þeirra stendur. Allar upplýsingar um jógatímana eru veittar í móttökunni við innritun. Við kunnum að bjóða einka jógakennslu ef þess er óskað í tíma.

Næg bílastæði eru í boði fyrir hótelgesti okkar.

Smáa Letrið
  • - Tilboðið gildir fyrir tvo í svítu í eina nótt ásamt aðgangi að heilsulindinni.
  • Innifalið er að auki vínflaska, sloppar og inniskór.
  • - Til að bóka er best að hafa samband við [email protected] eða í síma 595-7000 með ósk um dagsetningu. 
  • - Opnunartími bókanna er frá kl: 08.00 - 16.00
  • - Innritun er kl 14:00 og útskráning er til kl 11:00.
  • - Vinsamlega athugið að afbóka þarf með 2ja sólarhringa fyrirvara, annars telst gjafabréfið notað.

Gildistími: 02.09.2020 - 19.12.2020

Notist hjá
Hótel Ísland, Ármúlxai 9, 108 Reykjavík, www.hotelisland.is

Vinsælt í dag