50 mínútna nuddmeðferðir

Nánari Lýsing

  • Heilsunudd
    Bætir blóðflæðið og hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og leitast við að mýkja vöðvana og ná fram slökun. Lögð er meiri áhersla á heildina en bara einstaka líkamsparta og þannig stuðlað að aukinni hreyfngu blóðrásar og sogæðavökva.
  • Slökunarnudd
    Endurnærandi og slakandi nudd sem mýkir vöðva og dregur úr spennu í líkamanum. Slökun, djúp vellíðan og þægindi eru orðin sem lýsa þessari meðferð best.
  • Ilmolíunudd
    Hér er um að ræða unaðslega dekurmeðferð þar sem nuddað er með sérvöldum ilmolíum sem smjúga inn í gegnum húðina, mýkja hana og næra, auk þess að virka gegn margs konar vandamálum í líkamanum.
  • Steinanudd
    Í þessari einstöku nuddmeðferð er unnið í bland með heita steina og hefðbundið nudd. Í steinanuddi er farið inn á orkusvið líkamans og aukið við slökun hugar og líkama. Þetta er einstök meðferð sem eykur í senn andlega og líkamlega vellíðan.
  • Djúpnudd
    Gengur markvisst út á það að koma sogæðavökvanum að næsta eitlakerfi. Sogæðavökvinn liggur rétt undir yfirborði húðarinnar og því er nuddað mjúkt og létt til að hreyfa við honum, öfugt við það þegar nuddað er á bólgum í vöðva. Sogæðanudd er sérstaklega gott fyrir útlosun úrgangsefna, er róandi og oft gott að taka inn á milli dýpri vöðvanudda.
  • Íþróttanudd
    Unnið er út frá þörfum hvers og eins, hægt er að óska eftir áherslu á staðbundið svæði, nudd sem miðar að því að auka blóðflæði og flýta fyrir endurbata eftir líkamleg erfiði. Í íþróttanuddi er lögð áhersla á að losa stíflur í vöðvafestum. Yfirleitt er um djúpt nudd að ræða. Markmiðið er að koma í veg fyrir álagsmeiðsli með mýkingu vöðva, auðvelda losun úrgangs úr vöðvunum og upptöku næringarefna.


 

REYKJAVÍK DAY SPA 
Er ný nuddstofa í hjarta Reykjavíkur, staðsett á Vatnsstíg 3 (á horninu við Laugarveg). Á REYKJAVÍK DAY SPA er aðstaðan til fyrirmyndar og t.a.m. er sturtuaðstaða svo hægt sé að skjótast í hádeginu úr vinnuni og koma ferskur til baka í vinnuna. Eigendur eru Adam og Ewa og eru með reynslumestu nuddurum hérlendis og eru með yfir 10 ára reynslu hérna á Íslandi og hafa m.a. starfað á Grand spa, Mecca Spa og Sóley Natura Spa.

 

     

     

       

      Smáa Letrið
      • Taka þarf fram inneignarnúmer við bókun. 
      • Ef tími er ekki afpantaður með dags fyrirvara telst hann notaður.
      • Opnunartími: mánudaga - laugardaga kl. 9:00-21:00 og sunnudaga kl. 10:00-21:00 

       

        Gildistími: 21.02.2017 - 31.05.2017

        Notist hjá
        Reykjavík Day Spa, Vatnsstígur 3, 101 Rvk.

        Vinsælt í dag