Námskeið í öndun og bættri súrefnisupptöku

Námskeiðið er frábært fyrir íþróttafólk sem vill bæta sig á æfingum hvort sem þær felast í að hjóla, stökkva, hlaupa eða lyfta. Hentar einnig vel fyrir þá sem eru með kvíða og eiga t.d. erfitt með að koma fram.

Nánari Lýsing

Þol og slökunarnámskeið

Fyrir hverja ?

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja bæta sig á æfingum hvort sem þeir eru að hjóla, hlaupa, lyfta eða stunda aðrar íþróttir.

Einnig fyrir þá sem eru með prófkvíða, spenntir eða eiga erfitt með að halda ræður eða ná slökun í vinnunni.

Námskeið sem ólympíufarar fara á til að auka getu sína.

  • Myndir þú vilja bæta súrefnisupptöku þína?
  • Jafna þig hraðar á milli æfinga?
  • Læra að halda púlsinum niðri?
  • Hafa stjórn á spennustiginu?  

Þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Námskeiðið er haldið 25. maí. 

Boðið upp á námskeið í bættri súrefnisupptöku. Námskeiðið verður haldið í GG-sport mánudags og miðvikudagskvöld kl. 20:00. og stendur í 3 klst.

Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á kennslu í að bæta súrefnisupptöku, flýta fyrir recovery í stuttum pásum og á milli æfinga. Kennd verður púlsslökun, rétt öndun fyrir, á meðan og eftir æfingar. Einnig eru kenndar sérstakar teygjuæfingar fyrir lungu, þind og millirifjavöðva, spennulosun ásamt mörgu öðru sem hjálpar okkur við æfingar og að takast á við erfiða hluti. Nýlegar rannsóknir sýna að ólympíufarar í hinum ýmsu greinum sem hafa farið á álíka námskeið hafa bætt getu sína um 2-3% og má ganga út frá því að getuaukning hjá okkur hinum sé mun meiri.

Grunnurinn úr því sem kennt er kemur úr fríköfun, en fríköfun er það sjósport sem er í hvað mestri uppsveiflu í mörgum löndum Evrópu og mikið af þeirri tækni sem notuð er í fríköfun nýtist mjög vel við allar aðrar íþróttir og hreyfingu.

Kennari námskeiðisins er Birgir Skúlason frá Freedive Iceland sem er með alþjóðleg kennararéttindi í fríköfun frá AIDA og SSI (www.freedive.is)

Námskeiðið stendur í um 3 tíma.

Mjög góð gjöf handa öllu íþróttafólki, þeim sem eru með prófskrekk og í streytumiklum störfum

Smáa Letrið
Kennari námskeiðisins er Birgir Skúlason frá Freedive Iceland sem er með alþjóðleg kennararéttindi í fríköfun frá AIDA og SSI (www.freedive.is). Námskeiðið stendur í um 3 tíma. GG sport, Smiðjuvegi 8 (Græn gata)

Gildistími: 25.05.2016 - 25.05.2016

Notist hjá
GG sport Smiðjuvegi 8 (Græn gata) 200 Kópavogur

Vinsælt í dag