Microblading tattoo á augabrúnum hjá Snyrtistofunni Mist

Nánari Lýsing

Tilboðið inniheldur:

  • Microblading á augabrúnum
  • 1 skipti í lagfæringu innan við 1-3 mánuði
  • Hægt er að velja um marga liti og mismunandi lag á brúnum
  • Meðferðin tekur 2 klst
  • Microblading endist í 1 til 2 ár

Microblading tattoo er aðferð sem er nýjasta tæknin í varanlegri förðun á augabrúnir og felst í því að gera örfínar hárlínur á milli ekta háranna í augabrúnum til að móta og gera augabrúnirnar þykkari eða í stað hára sem ekki eru til staðar. Þessi aðferð kallast „japanise medhod“ og er átt við það að ekki er notast við rafmagnstæki eins og alltaf er gert þegar tattoo er framkvæmt heldur er notað litið handstykki sem sett er í nál með örfínum nálaroddum sem dýft er í litinn og síðan gerðar fínlegar strokur sem festast í húðinni og líta út eins og hár. 

Þar sem hrúður myndast á meðferðarsvæðinu mun liturinn vera dekkri og skarpari fyrstu vikuna. Eftir 6-10 daga mun liturinn dofna um 40 til 50%. Allir viðskiptavinir fá góðar upplýsingar um meðhöndlun svæðis eftir meðferðina og fær viðskiptavinurinn með sér græðandi krem heim til áframhaldandi meðferðar.

Er þetta öruggt?
Já. Við fylgjum ströngum hreinlætis og öryggisstöðlum með því að nota einnota nálar og búnað. Einnig eru notaðir ofnæmisprófaðir litir sem innihalda engin lyktarefni eða önnur ertandi efni við meðferðina.

Hversu lengi mun þetta endast?
Varanleg förðun er til langstíma en dofnar með tímanum. Þegar að þú venst förðuninni er ekki óalgengt að vilja meira. Til að sjá til þess að förðunin haldist falleg þarf að fríska hana upp á 1 til 2 ára fresti. Því dekkri sem litirnir eru, t.d. svartur, því lengur endist hann. Ljósari litir eru viðkvæmari og veikari fyrir áhrifum sólar, sunds og endurnýjun húðar og endast þar með styttra í húðinni. 

Hver er batatíminn?
Þú munt fara í gegnum 3 gróandastig. Þ.e. gróandi, flögnun og dofnun lita. Liturinn sem valinn er verður mjög dökkur fyrstu 5 - 7 dagana en mun svo lýsast um ca 40-50% þegar hrúðrið sem myndaðist á meðhöndlaða svæðinu dettur af.

Eftirfylgni og upplýsingar
Gott samráð viðViðskiptavininn er lykilatriði svo og að öllum spurningum sé svarað til þess að niðurstaða verði í samræmi við óskir viðskiptavinarins. Fullt samþykki viðskiptavinar um liti, lögun og heildarniðurstöðu meðferðarinnar verður að vera til staðar áður en meðferðin hefst. Farið er yfir áhættuþætti til að viðskiptavinur sé eins vel upplýstur og mögulegt er.

Allar áhættur, leiðbeiningar um hreinlæti og umönnun eftir meðferð eru ræddar og vel útskýrðar til að bati húðarinnar verði sem bestur.

 

 

Smáa Letrið
• Opnunartími hjá Snyrtihorninu Mist: mán-fös kl.10-18 
• Athugið að ekki er opið um helgar 
• Tímabókanir eru í síma 775-1776 og á netfangið [email protected] eða með skilaboðum á Facebook síðu Snyrtihornsins Mistar. 
• Þarf að framvísa inneignarmiðanum til að staðfesta pöntunina
• Ef breyta þarf tímanum skal það gert að lágmarki sólahring fyrir bókaðan tíma annars verður miðinn nýttur
• Meðferðin tekur 2 klsti og endist í 1-2 ár
• Innifalið er 1 skipti í lagfæringu og verður það að gerast innan við 1-3 mánuði

Gildistími: 09.01.2019 - 29.03.2019

Notist hjá
Snyrtihornið Mist, Flatahraun 5a, 220 Hafnarfjörður 775-1776

Vinsælt í dag