Mallorca - Flug fram og tilbaka á 29.900 kr. - bættum við 10 auka sætum, 20 í boði!

Ævintýraeyjan Mallorca er dásamlega fjölbreytt. Sólríkar strendur, fallegar hjóla- og gönguslóðir og fjölbreytt mannlíf er að finna í fjölmörgum smábæjum eyjunnar. Innifalið í tilboðinu er: flug fyrir einn fram og tilbaka fyrir 29.900 kr.

Nánari Lýsing

Ævintýraeyjan Mallorca er dásamlega fjölbreytt. Sólríkar strendur, fallegar hjóla- og gönguslóðir og fjölbreytt mannlíf er að finna í fjölmörgum smábæjum eyjunnar. Vinsældir þessarar dásamlegu eyju er svo sannarlega engin tilviljun!

Verslunarparadís

Fyrir þá sem vilja sameina verslun og sólbað þá er Mallorca sannkölluð verslunarparadís og er verðlag hagstætt. Í borginni eru verslanir á heimsmælikvarða m.a fataverslanir og stórverslanir eins og El Corte Ingles, og spænsku merkin Zara, Mango og Desigual ásamt H&M. Hér er góður leiðarvísir um verslun. Mikið úrval af leðurvörum og innlendum hönnuðum. Inca er þriðji stærsti bærinn á Mallorca og í daglegu tali kallaður „leðurbærinn“. Á hverjum fimmtudegi er haldinn þar útimarkaður sem er einn sá stærsti og vinsælasti á eyjunni. Verslunarmiðstöðin Porto Pi er yfir 140 verslanir með fjölbreyttu úrvali verslana og veitingastaða.

 About -shopping -in -palma -de -mallorca -356

Palma

Höfuðborg Mallorca er borgin Palma sem er ekta spænsk borg með iðandi mannlífi, verslun, sól og breiðstrætum. Gotneska dómkirkjan sem var reist á miðöldum er helsta kennileiti Palma. Gamli bærinn er heillandi með sínar þröngu götur, torg, tapasstaði og fjölbreyttar verslanir. Aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð er frá Playa de Palma til stórborgarinnar Palma.

Mallorca 253849 960 720

Playa De Palma

Playa de Palma er staðsett við Palma flóann, örskammt austan við höfuðborgina Palma er Playa de Palma. Playa de Palma er fullkomin umgjörð fyrir ógleymanlegt sumarfrí. Svæðið sameinar alla bestu kosti sólarstaða á einstakan hátt. Ströndin er sú lengsta á Mallorca og verslanir, veitingahús og kaffihús standa í röðum við strandgötuna og aðalgötu bæjarins. 

Meðfram ströndinni liggur hellulagður göngustígur sem auðvelt er að hjóla og ganga. Strandgatan iðar af mannlífi mest allan sólarhringinn. Kvöld og næturlífið er fjölbreytt og fjörugt.

Playa de Palma er sambyggð El Arenal og er þetta svæði samfelldur og litskrúðugur skemmtana og afþreyingabær. Í El Arenal er vatnsleikjagarðurinn Aqualand, sá stærsti á Mallorca. 

Palmanova

Palmanova er fallegur strandbær á suðurströnd Mallorca. Strandgatan í Palmanova setur mikinn svip á bæjarbraginn, með kaffi- og veitingahús á aðra hönd en ylvolgan sandinn á hina. Ströndin á Palmanova er ein sú besta á Palma flóanum með skínandi hvítar sandstrendur.

Leiktæki bíða barnanna við ströndina og íþróttasvæðið á staðnum er hreint frábært, með tennisvöllum, fótboltavöllum og aðstöðu til hvers kyns íþróttaiðkunar.  

Portals Nous er óvenju falleg smábátahöfn, prýdd lystisnekkjum frá öllum heimshornum, það er ógleymanleg og rómantísk upplifun að eiga þar kvöldstund í góðum félagsskap. Stutt er til Magaluf þar sem mikið líf og fjör er á kvöldin og er diskótekið BCM mörgum kunnugt sem heimsókt hafa eyjuna.

Alcudia

Alcudia er vinsæll ferðamannastaður á norðurhluta eyjarinnar sem hentar vel fyrir fjölskyldufólk. Svæðið saman stendur af gamla bænum í Alcudia, sandströndinni sem teygir sig til Can Picafort og fallegri smábátahöfn sem er miðpunktur svæðisins. Hér er fjörið ögn minna en á suðurströndinni og meiri áhersla er lögð á fjölskylduna, hreinar strendur sem og fjölbreytt og fallegt umhverfi. Akstur frá flugvellinum í Palma tekur um 50 - 55 mínutur.

Gamli bærinn í Alcudia er 3 km frá ströndinni og eru elstu hlutar hans frá um 1300 þrátt fyrir að saga bæjarins sé enn lengri. Alcudia ströndin er aðgrunn og sjórinn hlýr, sem gerir hana sérlega hentuga fyrir börn að leik. Gylltur sandurinn og aðbúnaður allur eins og best verður á kosið. Stutt er í verslun og veitingastaði ásamt iðandi mannlíf í miðbæ Alcudia.

Í Alcudia og nágrenni er að finna eitthvað við allra hæfi. Vatnagarðurinn Hidropark er ógleymanleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna, fjöldinn allur af ýmis konar rennibrautum fyrir stóra sem smáa. Dagsferð til nálægra þorpa eins og Pollenca þar sem hægt er að þræða þröng stræti og kynnast spænskri menningu. 

Frá höfninni í suð-austurátt liggur glæsileg strandlengja yfir 10 km löng til smábæjarins Can Picafort. Þar er góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk til þess að sleikja sólina og njóta lífsins og því sem bærinn hefur upp á að bjóða. Í Can Picafort er einnig ágætis úrval af verslunum og veitingastöðum. 

Santa Ponsa

Santa Ponsa þekkja margir Íslendingar, Palma Nova og Magaluf eru í 10 mín fjarlægt frá Santa Ponsa og 20 km eru í höfuðborgina Palma. Fallegt umhverfi með góðum hótelum, líflegt götulíf, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái meðfram ströndinni sem er full af lífi og fjöri yfir ferðamannatímann. Hvít sandströndin er löng og breið og mjög barnvæn. Stutt er í golfvelli, vatnagarða og Marineland. Santa Ponsa er tilvalin fjölskyldu staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Santa Ponsa

Porto Cristo

Porto Cristo er heillandi strandbær á austurströnd Mallorca þar sem ein blómlegasta perluframleiðsla svæðisins fer meðal annars fram. Falleg smábátahöfn prýðir bæinn og þar er dýrðlegt að ganga um og skoða mannlífið og fiskibátana. Hinir víðfrægu og einstaklega fallegu Drekahellar eru skammt frá Porto Cristo sem og Safari Zoo dýragarðurinn og innan við klukkutíma akstur er til Palma.

Nóg að gera

Það leiðist engum á Mallorca. Þar eru frábærar sandstrendur sem eru sérlega hreinar og öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. Einnig eru fjölbreyttir veitinga- og skemmtistaðir.

Leiðbeiningar

  1. Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  2. Verð: 29.900 á mann
  3. Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla.
  4. Innifalið: Flug fram og tilbaka með öllum sköttum og einni tösku (max 23 kg og 10 kg handfarangur á mann)
  5. Brottför: 31. júlí kl: 08.30, komutími 14.55
  6. Heimferð 10.ágúst kl: 15.40, komutími: 18.20
  7. Takmarkað magn: 20 sæti
  8. Athugið að ef greitt er með millifærslu þarf að greiða innan klst. eftir að pöntun hefur verið gerð.
  9. Taktu með þér sóláburð, því það verður heitt.....
Smáa Letrið
  • Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • Verð: 29.900 á mann
  • Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla.
  • Innifalið: Flug fram og tilbaka með öllum sköttum og einni tösku (max 23 kg og 10 kg handfarangur á mann)
  • Brottför: 31. júlí kl: 08.30, komutími 14.55
  • Heimferð 10.ágúst kl: 15:40, komutími: 18:20
  • Takmarkað magn: 20 sæti
  • Athugið að ef greitt er með millifærslu þarf að greiða innan klst. eftir að pöntun hefur verið gerð.
  • Taktu með þér sóláburð, því það verður heitt.....

Gildistími: 31.07.2017 - 31.07.2017

Notist hjá
Aha.is, Skútuvogur 12, 104 Reykjavík

Vinsælt í dag