55% afsl. - Gisting fyrir tvo á Hótel Laxá

Einstök upplifun á Hótel Laxá. Gisting fyrir tvo ásamt ljúffengum morgunverð fyrir tvo. Komdu í smá dekur og upplifðu allt það sem Mývatn hefur uppá að bjóða.

Nánari Lýsing

Tilboðið inniheldur

Einstök upplifun á Hótel Laxá. Herbergi með lake view og ljúffengur morgunverður  fyrir tvo. Komdu í smá dekur og upplifðu allt það sem Mývatn hefur uppá að bjóða.

  • Gisting fyrir tvo á herbergi með lake view
  • Æðislegur morgunverður fyrir tvo 

 




Hótel Laxá

Hótel Laxá í Mývatnssveit er glæsilegt hótel í suðurhluta Mývatnssveitar sem opnað var sumarið 2014. Hótelið stendur í fallegum ás í suðurhluta sveitarinnar og er útsýni til allra átta frá hótelinu, hvort sem um er að ræða Laxá í Mývatnssveit sem hótelið er nefnt eftir, Mývatn eða hinn stórkostlega fjallahring sveitarinnar. Við hönnun hótelsins hafa ýmis sérkenni Mývatnssvæðisins verið höfð til hliðsjónar og þau dregin fram með ýmsum hætti.Hótelið er tilvalinn staður fyrir einstaklinga, pör/hjón eða hópa til að gera sér glaðan dag í fallegri sveit. Á hótelinu eru 80 herbergi með baði, veitingasalur sem tekur 100 manns, bar með óviðjafnanlegu útsýni yfir sveitina og fundarsalur.

Á Hótel Laxá er veitt öll alhliða gisti- og veitingaþjónusta sem finna má á þriggja stjörnu hóteli.  Á glæsilegum veitingastað hótelsins er í boði hádegis- og kvöldverðarhlaðborð auk sérréttaseðils þar sem lögð er áhersla á sérstöðu svæðisins í matargerð og notkun hráefnis úr nágrenninu.  Við hönnun veitingastaðarins  voru litir hverasvæðisins lagðir til grundvallar, þessi sérstaka litasamsetning sem einkennir háhitasvæði sveitarinnar.

Falleg og notaleg setustofa og bar er á Hótel Laxá en þar er lögð áhersla á að draga fram sérkenni vatnaskúfsins eða kúluskítsins fræga sem er eitt af einkennum Mývatnssveitar. Þar er gott að koma saman og njóta góðra veitinga með frábæru útsýni yfir Mývatn og sveitina. Í boði er fjölbreyttur smáréttaseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Öll herbergi eru fallega innréttuð og útbúin þeim þægindum sem einkenna gæðahótel. Þau eru með fallegu viðargólfi og baðherbergin með sturtu. Hver álma mun hafa sitt nafn og er það nafn sótt í náttúru Mývatnssveitar. Að sjálfsögðu verður þráðlaust net á hótelinu og verður það án endurgjalds fyrir hótelgesti.

Smáa Letrið
  • - Gildir fyrir tvo í eina nótt.
  • - Bóka þarf gistingu í síma: 464 1900 eða með því að senda póst á: [email protected] með ósk um dagsetningu.
  • - Tilboðið gildir til 15. desember 2018.

Gildistími: 21.09.2018 - 15.12.2018

Notist hjá
Hótel Laxá, Við Olnbogaás 660 Mývatn

Vinsælt í dag