Fjórhjólaferð í töfrandi umhverfi Úlfarsárdals

Nánari Lýsing

Hvernig væri að skella sér í skemmtilega fjórhjólaferð? Skemmtun, útivist, kraftur, spenna og gleði! Fjórhjólaferð með leiðsögn á höfuðborgarsvæðinu. Frábært tilboðsverð - 9.900 kr fyrir einstakling á hjóli. Hægt er að hafa farþega á hjólinu og kostar það 3.900 kr. (sem greitt er á staðnum).

Upplýsingar um ferðina:

Ekið er inn Úlfarsárdalinn, framhjá Hafravatni, inn Þormóðsdal og upp Hafrafellið.  Ekið er yfir á og um vegaslóða upp á Úlfarsfell. Þegar upp er komið er útsýnið yfir Reykjavík og nágrenni stórkostlegt og tilvalið að stoppa og njóta áður en haldið er til baka. 

Nánar um tilboðið:
  • Mæting til ATV Reykjavík í Úlfarsárdalinn í Reykjavík 15 mín fyrir brottför.
  • Hámark 5 hjól í hverri ferð.
  • Gallar, hanskar og hjálmar eru á staðnum, gott að koma í góðum skóm.
  • Ferðirnar eru kl. 13 og 17 alla daga.
  • Aldurstakmark er 6 ára fyrir farþega, ökumenn þurfa að hafa ökuskírteini.

Um fyrirtækið

Fjórhjólaferðir Reykjavíkur ehf reka hjónin Kristján Jónsson og Hulda Rós Hilmarsdóttir. Þau búa á Úlfarsfelli 3 þaðan sem ferðirnar byrja. Á bænum eru þau svo með hesta, kindur, hænur, hunda og kött, og um að gera að fá að klappa þeim að ferð lokinni. Tekið verður vel á móti þér og þínum. 

Nánari upplýsingar og myndir má sjá hér.

 

Smáa Letrið
  • 1 klst. fjólarhjólaferð með leiðsögn
  • Gildir fyrir 1 á hjóli
  • Börn og aðrir geta verið farþegar, verð fyrir farþega er 3.900 kr. og er greitt á staðnum (athugið að aldurstakmark er 6 ára)
  • Hámark í hverja ferð eru 5 hjól.
  • Á staðnum eru gallar, hjálmar og hanskar. 
  • Gott er að vera vel klædd/ur og í góðum skóm. 
  • Mæting er 15 mín. fyrir brottför.
  • ATH ökumenn þurfa að hafa gild ökuskírteini.
  • Bókanir og nánari upplýsingar eru í síma 861-0006 (Kristján) eða á netfangið: [email protected]

Gildistími: 21.03.2017 - 17.05.2017

Notist hjá
ATV Reykjavík, Úlfarsfellsveg 3, 113 Reykjavík,

Vinsælt í dag