Jólakvöldverður Eldhesta

Hinn margrómaði jólakvöldverður Hótel Eldhesta verður haldinn tvær síðustu helgarnar í nóvember og fyrstu tvær helgarnar í desember. Leyfðu þér að stíga út úr annríki hversdagsins – upplifðu kyrrðina og dásamlegan mat í hlýlegu umhverfi.

Nánari Lýsing

Jólakvöldverður Hótel Eldhesta er ekki af verri endanum. Gleymdu annríkinu í smá stund. Komdu þér og þínum í hátíðarskap og njóttu dásamlegrar máltíðar í rómantískri sveitakyrrðinni.

Þú getur valið um kvöldverð fyrir tvo eða kvöldverð ásamt gistingu, hestaferð og morgunverði fyrir tvo. 

- Kvöldverður, gisting, hestaferð og morgunverður fyrir tvo kostar 27.900 kr. 

- Kvöldverður fyrir tvo kostar 17.600 kr. 

Matseðillinn er eftirfarandi

Kaldir réttir

Reyktur lax með piparrótarósu | Grafinn lax Síldartríó - Úrval af sælkerasíld með rúgbrauði og smjöri | Karrýsíld með eplum Hangikjötstartar | Villigæsapaté | Lágperumús | Hangikjöt Sjávarréttasalat | Súrsætur lax | Fyllt egg | o.fl.

Heitir réttir 

Hamborgarhryggur | Heilsteikt lambalæri | Grísa purusteik | Kalkúnabringa 

Meðlæti 

Úrval af brauði | Heitar og kaldar sósur | Sykurbrúnaðar kartöflur | Rósmarín kartöflur | Kartöflusalat | Heimalagað rauðkál | Maís | Grænar baunir | Eplasalat | o.fl. 

Eftirréttir 

Ávaxtasalat | Heimagert Tiramisu | Bökuð epli með karamellu Jólaostakaka | Kampavínshlaup með vanillusósu | o.fl.

Happy hour á milli 17:00-18:00 

Dagsetningar í boði

4, 5, 11, 12 desember 

Borðhald hefst kl. 19:00 og þjónað verður til borðs. 

Hótel Eldhestar

Hótel Eldhestar er einstaklega kósý og heillandi sveitahótel í Hveragerði. Aðeins hálftíma (30 mín.) keyrsla frá höfuðborgarsvæðinu. 37 rúmgóð tveggja manna herbergi með baði og heitir pottar eru á svæðinu. Í þessu tilboði er boðið upp á gistingu fyrir tvo ásamt tveggja rétta kvöldverði. 

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.

Hestaferðir

Klukkustundar hestaferðir eru ætlaðar til að gefa fólki kost á að upplifa íslenska náttúru, auk þess að upplifa hinn einstaka fjölbreytileika og gæði íslenska hestsins. Eldhestar útvega allan nauðsynlegan útbúnað, s.s. hjálma, regnföt, vetrargalla o.s.frv. Eldhestar útvega einnig hesta við allra hæfi.

Einnig er í boði að geyma hestaferðina og koma í hana síðar, t.d næsta sumar. 

  • - Öll herbergin eru um 19 – 23 m2
  • - Hin heimsþekktu rúm frá „Hästens“ í Svíþjóð. (Hästens = Hesturinn). Þessi rúm eru hágæðarúm og hafa einnig hlotið Norræna umhverfismerkið, Svaninn
  • - Sjónvarp inni á öllum herbergjum
  • - Frí Internet tenging á hótelinu (WiFi)
  • - Útidyr á öllum herbergjum
  • - Heitur pottur
  • - Hluti af herbergjunum eru sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða
  • - Bar og notaleg setustofa með arinn
  • - Veitingastaður fyrir 90-100 manns
  • - Fundarsalur fyrir 40-65 manns

Smáa Letrið
  • - Hægt er að velja um jólakvöldverð fyrir tvo annars vegar og kvöldverðinn, gistingu með morgunmat og hestaferð hins vegar. Valið kemur upp í kaupaferlinu.
  • - Hestaferðirnar eru kl. 13:30 og 14:45
  • - Til að bóka er best að senda tölvupóst á [email protected] með ósk um dagsetningu.

Gildistími: 20.11.2020 - 12.12.2020

Notist hjá
Hótel Eldhestar, Völlum, 810 Hveragerði

Vinsælt í dag