Jólabrunch á Höfninni

Nánari Lýsing

Umhverfið við gömlu höfnina er notalegt og rómantískt, sérstaklega á fallegu vetrarkvöldi. Þar er nú að finna fjölda veitingastaða og einn þeirra er Höfnin sem sameinar fyrsta flokks mat úr gæðahráefni og sanngjarnt verð. 

Tilboðið gildir fyrir einn frá og með 25. nóvember til 22. desember. 

Tilvalið fyrir hópa og vinnustaði.

Gildir alla daga frá 11:30-14

Um Höfnina

Höfnin er veitingastaður þar sem gæði og sanngjarnt verð fara saman. Höfnin er íslenskur veitingastaður þar sem besta hráefni sem völ er á er notað. Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari og hans fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. 
 
Höfnin tekur um 100 manns í sæti á tveimur hæðum og staðsetningin er frábær með útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík þar sem notalegt er að fylgjast með bryggjukörlunum koma að landi með spriklandi fiskinn. Höfnin er alveg á bryggjusporðinum með helstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum.
 
Húsið geymir heilmikla sögu sjómanna og verkafólks sem hér bjó á árum áður. Uppskriftirnar eru klassískar en færðar til nútímans af matreiðslumönnum staðarins.
 
Vinsælustu réttirnir eru humar, kræklingur, rauðspretta, bleikja og íslenska nauta- og lambakjötið. Smáréttir og salöt eru frábær valkostur á veröndinni á góðviðrisdögum og hádegistilboð eru alltaf í gangi hjá okkur. Einnig bjóðum við frábært kaffi og sígilt íslenskt mömmumeðlæti. Flott þjónusta og hlýlegt umhverfi bíður þín á veitingahúsinu Höfninni.

Smáa Letrið
  • Gildir ekki með öðrum tilboðum
  • Gildir alla daga frá 11:30-14
  • Tilboðið gildir frá og með 30. nóvember til 22. desember. 
  • Tilboðið gildir fyrir einn
  • Mundu eftir inneignarmiðanum

    Gildistími: 30.11.2016 - 22.12.2016

    Notist hjá
    Veitinghúsið Höfnin, Geirsgata 7c, 101 Reykjavík

    Vinsælt í dag