Hraðnámskeið í samningatækni

Létt, hressandi og bráðskemmtilegt námskeið sem fær bestu meðmæli þátttakenda. Hagnýtar og hnitmiðaðar hugmyndir, aðferðir og ráð sem virka við að semja í orði og á borði! - Fyrirlesari er Thomas Möller

Nánari Lýsing

"Þú ert aldrei á hærra kaupi en þegar þú ert að semja." - Roger Dawson


Ef einvern tímann hefur verið nauðsynlegt að kunna listina að ná og lenda góðum samningum þá er komið að því núna. Á þessu áhugaverða og spennandi hraðnámskeiði sem er klæðskerasniðið að íslenskum aðstæðum, býðst þér og vinnufélögunum einstakt tækifæri til að læra hagnýtar, hnitmiðaðar og þrautreyndar aðferðir sem virka við að semja, selja og sannfæra aðra um leiðir, lausnir, vörur, þjónustu eða málstað.

UM NÁMSKEIÐIÐ:

Markmið námskeiðsins er að færa þátttakendum þrautreynda þekkingu til að vera betri í listinni að ná góðum samningum við hvaða aðstæður sem er. Það á erindi til allra í íslensku viðskipta- og athafnalífi sem vilja bæta samningahæfileika sína hvort heldur sem verið er að glíma við starfsfólk, stjórnendur, viðskiptavini, birgja, banka, hluthafa eða aðra þá sem geta ráðið um hversu vel tekst til í fyrirliggjandi verkefnum.

Samningatækni er ekki bara notadrjúg í krísum. Við erum öll að semja, daginn inn og daginn út. Allt að 70% samskipta eru í raun samningaviðræður. Við semjum í einkalífinu, félagslífinu en erum kannski mest meðvituð um það í vinnunni. Við þær krefjandi aðstæður sem við búum við í atvinnulífinu um þessar mundir þá getur það ráðið úrslitum hversu fær þú ert í samningatækni.

Enginn annar hæfileiki sem þú býrð yfir getur haft jafn hröð áhrif á hagnaðinn og starfsframann en að kunna grundvallaratriði góðrar og áhrifaríkrar samningatækni.
Fátt færir þér krónurnar hraðar í kassann en þegar þér tekst vel upp í samningum. Þú nærð betri samningum, EF þú þekkir grundvallaratriðin og kemur betur undirbúin(n) til samninganna en gagnaðilinn. 

  • Staður: Centerhotel Plaza við Austurstræti 
  • Dagsetning: 6. apríl 
  • Tímasetning: 13.00 - 16.00

UM FYRIRLESARANN:

Námskeiðið er flutt af Thomasi Möller, MBA, hagverkfræðingi, stundakennara á Bifröst og framkvæmdastjóra Rýmis-Ofnasmiðjunnar ehf.. Thomas er í fremstu röð fyrirlesara á Íslandi. Hann er höfundur metsölubóka um stjórnun ( og matreiðslu!) og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða við miklar vinsældir í um 25 ár bæði hér heima á Íslandi og í Danmörku

Smáa Letrið
    • Staður: Centerhotel Plaza við Austurstræti 
    • Dagsetning: 6. apríl 
    • Tímasetning: 13.00 - 16.00

    Gildistími: 06.04.2017 - 06.04.2017

    Notist hjá
    Centerhotel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík

    Vinsælt í dag