Hausttilboð fyrir tvo á Hótel Ísafirði með morgun- og kvöldverði

Tilvalin leið til að njóta alls þess besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða hvort sem er með elskunni þinni, fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði og þriggja rétta máltíð á aðeins 37.900 kr. - Gildir til 20. janúar 2021

Nánari Lýsing

Hefur þig alltaf langað að heimsækja Vestfirði eða langar þig bara aftur og aftur? Ekki missa af þessu tækifæri. Gisting með morgunverði á Hótel Ísafirði ásamt þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo á veitingastaðnum Við Pollinn annað kvöldið þar sem kokkurinn velur það ferskasta hverju sinni. Tilvalin leið til að njóta alls þess besta sem vestfirðir hafa upp á að bjóða hvort sem er með elskunni þinni, fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. 

Hótel Ísafjörður

Hótelið er staðsett á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar. Hótelið býður upp á veitingastað og bar ásamt útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Gestir geta nýtt sér ókeypis bílastæði og frítt Wi-Fi net í herbergjum.

Nútímaleg herbergi Hótel Ísafjarðar bjóða upp á sér baðherbergi og te/kaffi aðbúnað.

Veitingastaður hótelsins býður upp á alþjóðlega rétti með íslensku ívafi. Það er einnig gjafavöruverslun á staðnum og hægt er að leigja reiðhjól og bíla í móttökunni.

Hótel Ísafjörður er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Menningarmiðstöðin­ni Edinborg. Verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru rétt handan við hornið.

Smáa Letrið

Tilboðið inniheldur:

  • - Gistingu fyrir tvo í eina nótt á Hótel Ísafirði (ath. mögulega þarf að færa gistinguna yfir á Hótel Horn). 
  • - Morgunverð.
  • - Þriggja rétta máltíð á veitingastaðnum Við Pollinn.
  • - Máltíðin er valin af matreiðslumeistara veitingastaðarins og fer eftir hráefni hverju sinni.
  • - Eftir að tilboð hefur verið keypt er gisting bókuð með því að hringja í síma 456 4111 eða framsenda inneignarmiða á [email protected] með ósk um dagsetningu. 
  • - Afpanta þarf með 24 klst. fyrirvara annars telst tilboðið fullnýtt.

Gildistími: 03.08.2020 - 20.01.2021

Notist hjá
Hótel Ísafjörður, Silfurtorgi 2, 400 Ísafjörður

Vinsælt í dag