Granada 30. ágúst til 3. september

Flúðu vonda veðrið og skelltu þér í sólina á Spáni með þeim sem þér þykir vænt um. Gisting á 4 stjörnu hóteli, ásamt morgunverði og flugi fyrir aðeins 69.995 á mann miðað við tvo fullorðna.

Nánari Lýsing

Bóka þarf akstur sérstaklega hjá Heimsferðum en flogið er til Almería og heim frá Malaga. Aksturinn tekur um 2 klukkustundir og fer um fagrar sveitir Andalúsíu.

Granada er ein af þessum einstöku borgum Spánar sem allir verða að heimsækja allavega einu sinni á ævinni. Hún liggur við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins, sunnarlega í Andalúsíu og var síðasta vígi Máranna en arfleifð þeirra er að finna víðsvegar við götur og torg Granada. Hið einstaka og leyndardómsfulla andrúmsloft sem einkennir Granada kemur fyrst og fremst frá hinni þekktu höll Alhambra en Íslamskan og arabískan byggingarstíl er að finna víðsvegar um borgina. Granada státar af frábærum Tapas börum frá gamla tímanum, og enginn ætti að missa af hinu sögufræga arabíska hverfi “Albayzín” en þar er að finna Teterías eða Tehús sem borgin er þekkt fyrir.

Alhambra höllin trónir svo yfir Granada, full af íslömskum arkitektúr og fallegum skrúðgörðum og gefur borginni þessa orku sem erfitt er að finna þó langt væri leitað. Alhambra, þýðist sem “Hin Rauða”, var fyrst reist sem virki árið 889 ofan á gömlum rómverskum rústum en var svo breitt í höll á miðri 11 öld. Hún hefur að geyma langa og áhugaverða sögu um framþróun borgarinnar og ætti enginn sem heimsækir Granada að láta hana fram hjá sér fara. Mirador San Nicolás er útsýnisstaður í arabíska hverfinu sem er hvað þekktastur fyrir hið ótrúlega sólsetur sem lýsir höllina þessum rauðu tónum undir mikilfengleika Sierra Nevada fjallgarðsins. Basilikkur og kirkjur eru svo á hverju horni og þykja sumar þeirra ótrúlega fallegar eins og til dæmis Bacilica San Júan de Díos og Capilla Real.

Lífleg strætin, skemmtilegir barir, veitingastaðir á heimsmælikvarða, flamingo klúbbar og frábært verðlag gera borgina að mjög áhugaverðum áfangastað.

Hotel Abba Granada er staðsett við hliðin á Fuente Nueva garðinum og háskólanum í Granada. Í u.þ.b. 300 metra fjarlægð er að finna Granada lestarstöðina

Á hótelinu er að finna skemmtilegan veitingastað sem heitir Abba Mia en einnig er að finna úrval af hefðbundnum tapasbörum á hinni líflegu Elvira götu í 10 mínútna göngufjarlægð.

Herbergin eru nýtískuleg með loftkælingu, öryggishólfi, minibar, þráðlausri internettengingu (Wi-Fi) og flatskjá. Á herbergjunum er baðherbergi með hárblásara.

Á hótelinu er að finna líkamsræktaraðstöðu og „spa“ með tyrknesku baði, heitum pottum og gufubaði, einnig er heitur pottur utan dyra.

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Smáa Letrið

Leiðbeiningar

  • - Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • - Verð: 69.995 á mann miðað við tvo fullorðna í herbergi, samtals 139.990 kr. 
  • - Brottför: 30. ágúst - Heimkoma: 3. september.
  • - Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • - Verð miðast við gistingu í standard herbergi

Innifalið í verði:

  • - Flug og flugvallaskattar
  • - Hótel
  • - Innritaður farangur 23 kg og handfarangur 10 kg á mann

Gildistími: 30.08.2018 - 03.09.2018

Notist hjá
Heimsferðir, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík

Vinsælt í dag