Gjafabréf - Helgarferð fyrir tvo með 3ja rétta kvöldverði og freyðivínsflösku

Gjafabréf - Gisting fyrir tvo í standard herbergi í tvær nætur með 3ja rétta kvöldverði og freyðivínsflösku uppá herbergi hjá Skyrgerðinni sem staðsett er í Hveragerði. Fjöldi möguleika til útivistar og afþreyingar. - Gildir til 17. maí 2020.

Nánari Lýsing

Gjafabréf

Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir kaup og á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gefur þeim sem á það skilið. 

Gjafabréfið er fyrir gistingu fyrir tvo í tvær nætur í standard herbergi með 3ja rétta kvöldverði og freyðivínsflösku uppá herbergi hjá Skyrgerðinni sem staðsett er í Hveragerði en bærinn býður upp á fjölda möguleika til útivistar og afþreyingar. - Gildir frá 16. október 2019 til 17. maí 2020.

Steikhús

Skyrgerðin er opin daglega og sérhæfir sig í kjarngóðu íslensku lambi þar sem lamba kótilettur eru grillaðar á sérstöku kolagrilli.

Val um forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Dæmi um rétti:

Forréttur: Humarsúpa - Rjómalöguð humar dásemd með slettu af espressó kaffi og koníak.

Aðalréttur: - Sérverkaðar langskornar lambakótilettur sem eru 16 cm langar og 2 cm þykkar, borið fram með fersku blaðsalati, bakaðri kartöflu, þeyttu hvítlaukssmjöri og ekta béarnaise sósu. - Heill-kolagrillaður silungur úr héraði, birkisýróp, smjör, sítrónu-skyrsósa, grilluð sítróna, bökuð kartafla með hvítlaukssmjöri og ferskt blaðsalat með.

Eftirréttur: 
Volg Hjónabandsæla með súkkulaðisósu og rjómatopp.

Um Skyrgerðina

Árið 1930 byggði Mjólkurbú Ölfusinga skyrgerð á jarðhæð þinghússins í Hveragerði. Þar var framleitt skyr sem var ein helsta söluvara búsins. Frá miðri síðustu öld hefur hótel- og veitingastaðarekstur verið í húsinu og þinghúsið hefur verið nokkurs konar menningarsetur Hvergerðinga og á tímabili einn aðal samkomustaðurinn. 

Þann 11. júní 2016 hófst rekstur Skyrgerðarinnar upp á nýtt og hefur húsið endurheimt sitt gamla hlutverk sem þak yfir hótel- og veitingastaðarekstur. Einnig er sögu hússins sem skyrgerð haldið á lofti en finna má skyr í mörgum réttum staðarins.

Skyrgerðin er opin daglega og sérhæfir sig í kjarngóðu íslensku lambi þar sem lamba kótilettur eru grillaðar á sérstöku kolagrilli.

Fallegt gjafabréf er sent rafrænt á kaupanda stuttu eftir kaupin. Á gjafabréfinu koma fram helstu upplýsingar um gjöfina ásamt inneignarnúmeri. Verð kemur ekki fram. Þú einfaldlega prentar gjafabréfið út og gleður þína nánustu um jólin.

15% afsláttur er á veitingastaðinn Varmá sem er á hótelinu Frost og Funi.

Smáa Letrið
  • - Gildir fyrir tvo í standard herbergi (herbergi með sameiginlegu salerni) 
  • - Til að bóka dagsetningu vinsamlegast áframsendið gjafabréfið á [email protected] eða hringið í 4811010
  • - Innritun er frá kl. 15:00 og útritun er kl 12:00.
  • - Við innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu.
  • - Frekari upplýsingar eru veittar í síma 4811010

Gildistími: 16.10.2019 - 17.05.2020

Notist hjá
Skyrgerðin Breiðamörk 25, 810 Hveragerði, ísland

Vinsælt í dag