Gisting og fordrykkur fyrir tvo á Hótel Bifröst

Gisting fyrir tvo í eina nótt og fordrykkur við komu. Hægt er að kaupa hring golfvellinum Glanna fyrir tvo á 2.500kr - Hægt er að nýta sér tilboðið frá 17. júni til 31.september

Nánari Lýsing

Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgafjarðar.   Hótelið er staðsett við þjóðveg  eitt – 102 kílómetra frá Reykjavík  og því í aðeins eins og hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Á Hótel Bifröst eru 51 rúmgóð, björt og hlýleg tveggja manna herbergi.  Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu.

Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða.

Veitingastaður hótelsins – Kaffi Bifröst tekur um það bil 100 manns í sæti.  Þar er mikið lagt upp úr því að framreiða fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð.

Hægt er að bóka ráðstefnur, fundi eða námskeið til að halda á hótelinu en þar er að finna sali af öllum stærðum og gerðum.

 

Golfvöllurinn Glanni 
Níu holu golfvöllurinn Glanni er í göngufæri  við Hótel Bifröst.  Golfvöllurinn þykir með skemmtilegustu og fegurstu golfvöllum landsins.

Líkamsrækt
Á Hótel Bifröst þreksalur og  líkamsræktin Jakaból.  Þar er einnig að finna gufubað, ljósabekki, nuddpott og vaðlaug.  Líkamsræktin er opin alla daga frá kl. 06.00 – 23.00.

Knattvellir
Lítill gervigrasvöllur er staðsettur við hlið Hótel Bifrastar. Kjörin afþreyingar aðstaða fyrir unga jafnt sem aldna. Þá er einnig körfuboltavöllur við hlið hótelsins.

Sundlaug
Varmalandssundlaug er staðsett í um það bil 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hótel Bifröst.

Göngu - og hjólaleiðir
Mjög margar göngu- og hjólaleiðir er að finna í nágrenni Hótel Bifrastar. Umhverfið sem er fjölbreytt býður upp á marga möguleika.  

Þræða má krákustíga í hrauninu, rölta með fram Norðuránni, fara í skógargöngu í Jafnaskarðsskóg eða ganga á Grábrók.  

Hér má sjá kort yfir gönguleiðir.

Smáa Letrið

Bókanir í síma 433-3030 eða á [email protected]. Athugið að tilboðið gildir frá 17.júní til 30. september.

Gildistími: 17.06.2018 - 30.09.2018

Notist hjá
Hótel Bifröst, Bifröst, 311 Borgarbyggð

Vinsælt í dag