Lúxus gisting fyrir tvo, freyðivín, kvöldverður og heilsulind

Lúxus gisting fyrir tvo á fjögurra stjörnu hóteli ásamt morgunverðarhlaðborði, freyðivínsglasi í fordrykk, þriggja rétta máltíð á Snorri‘s Kitchen & Bar og aðgangi að heilsulindinni Lóa spa

Nánari Lýsing

Tilboð inniheldur

  • Gisting fyrir tvo í standard herbergi ásamt morgunverðarhlaðborði
  • Freyðivínsglas í fordrykk
  • Þriggja rétta máltíðar á Snorri‘s Kitchen & Bar
  • Aðgang að heilsulindinni Lóa spa

Ertu komin/n með nóg af ys og þys í borginni? Viltu komast út á land í smá dekur og afslöppun?

Í tilefni opnunar B59 Hótels, bjóðum við upp á lúxus gistingu fyrir tvo á nýju fjögurra stjörnu hóteli sem er staðsett er í hjarta Borgarness, í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. B59 hótel er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem opnar í júní 2018, hönnun hótelsins er innblásin af hinni stórbrotnu náttúru sem umlykur hótelið. Við bjóðum þér að vera einn af okkar fyrstu gestum til að upplifa stemminguna.

Snorri‘s Kitchen & Bar

Á Snorri‘s Kitchen & Bar er lögð áhersla á íslenskar matarhefðir með árstíðabundnu hráefni úr heimabyggð. Þar er einnig í boði úrval af vegan og grænmetisréttum. í boði er sjávarréttaseðill, kjötseðill og vegan/grænmetis útáfu.

Fordrykkur: Ítalskt freyðivínsglas

Sjávarréttaseðill:

-Sjávarréttasúpa

-Pönnusteikt Klausturbleikja með blómkáli

-Súkkulaði-kaffi mús

-Kaffi og te

Kjötseðill:

-Hægeldað lambalæri með þurrkuðum aprikósum og sellerí

-Íslenskt lambafillet með grænum ertum og villisveppum

-Skyrkaka

-Kaffi og te

Vegan -og grænmetisseðill fer eftir hráefni dagsins og er hinn glæsilegasti.

Lóa Spa

Heilsulindin Lóa Spa er fullkomin staður til þess að slaka á þegar komið er á hótelið en þar er þurrgufa, blautgufa, heitur pottur ásamt vaðlaug. 

Smáa Letrið
  • - Gildir um tveggja manna standard herbergi.
  • - Tímasetning á kvöldverðinum er valin við komuna á B59.
  • - Check inn tími er kl: 15:00 og Check út kl: 11:00.
  • - Við innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu.
  • - Ef breyta þarf bókunardagsetningu er hægt að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 419-5959 með allt að tveggja daga fyrirvara.
  • - Frekari upplýsingar eru veittar í síma 419-5959.

Gildistími: 13.07.2018 - 31.08.2018

Notist hjá
B59 Borgarnes

Vinsælt í dag