Slepptu jólastressinu og skelltu þér til Gran Canaria í 23 daga

Sólin fyrir jólin – Skelltu þér í afslöppun í sólinni og hitanum og skildu jólastressið eftir heima. Flugsæti fram og til baka og íbúðargisting fyrir tvo til Gran Canaria

Nánari lýsing

Tilboðið inniheldur:

 • Flugsæti fram og til baka
 • Íbúðargisting fyrir tvo

Nóvember og desember mánuðir eru yndislegir á Gran Canaria með mildu og heitu loftslagi. Við bjóðum uppá góða íbúðargistingu á Bungalows Todoque á frábæru verði en þessi gisting hefur hlotið mikið lof hjá farþegum okkar, bæði fyrir verð og gæði.Bungalows Todoque er góð en einföld þriggja stjörnu íbúðargisting, staðsett miðsvæðis á ensku ströndinni.

Hótelið er staðsett í um 10 mínútna gangi frá Yumbo Center verslunarmiðstöðinni sem svo margir þekkja til. Stutt er að ganga á ströndina eða um 500 metra gangur.

Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar og búnar helstu þægindum. Eldunaraðstaðan er með keramik hellum, kaffivél, brauðrist, örbylgjuofni og ísskap. Stofan er með sófa, sjónvarpi og barborði við eldhúsið. Svefnherbergin eru með tveimur aðskildum rúmum sem hægt er að setja saman, en náttborð skilur þau að. Stofan er með sófa og sjónvarpi.
Fyrir utan er lítil verönd með borði og stólum ásamt sólbekkjum.

Sundlaugarsvæðið er lítið en notalegt og heimilislegt yfirbragð er á þessu íbúðarhóteli. Öll smáhýsin snúa út að sundlaugarsvæðinu.

Rétt við gistinguna er svo að finna verslunarkjarnann Centro Comercial CITA.

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega

 

Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Íslendinga og Evrópubúa yfir vetrarmánuðina!

Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20─25 stiga hiti á daginn.

Enska ströndin og Maspalomas

Á suðurhluta Gran Canaria er að finna vinsælustu staði eyjarinnar, Ensku ströndina og Maspalomas, en þar eru Heimsferðir með sína gististaði. Þar eru frábærar aðstæður fyrir ferðamenn og undanfarin ár hefur átt sér stað bylting í byggingu nýrra og glæsilegra hótela.

Enska ströndin er stærsti strandstaður Gran Canaria en þar er upplifun að fylgjast með iðandi mannlífinu. Götulistamenn, tónlistarmenn, sölufólk, sólbrúnir ferðamenn og þéttsetin útikaffihúsin. Á daginn er strandlífið í algleymingi en þegar sólin sest niður fyrir hina gylltu sandkletta Maspalomas, þá sýnir það sig að veitinga- og skemmtistaðir Ensku strandarinnar eru nánast jafnmargir stjörnunum á hinum kanaríska nátthimni.

Skammt frá Ensku ströndinni, við hina þekktu Maspalomas-eyðimörk, er Maspalomas. Þar er einstök upplifun að ganga í gylltum sandbylgjunum og á frábærri ströndinni. Maspalomas er rólegri staður en Enska ströndin og allar aðstæður fyrir fjölskyldur eru frábærar, auk þess sem Enska ströndin er örskammt undan.

Á Ensku ströndinni og á Maspalomas er nóg að gera í fríinu, fjöldi góðra veitingastaða á hverju horni, skemmtistaðir, áhugaverðar kynnisferðir, góðir golfvellir, frábær íþróttaaðstaða og síðast en ekki síst er ótrúlega ódýrt að kaupa mat og drykk. Þá er einnig unnt að versla á Gran Canaria en í höfuðborginni Las Palmas er að finna fjölda verslana ásamt Primark. Þá er einnig El Mirador verslunarmiðstöðin skammt frá Ensku ströndinni eða í 35 mínútna akstursfjarlægð en þar má m.a. finna verslanir H&M, Zara, Berska, Stradivarius, Mango, Pull & Bear, ásamt Primark. Það er engin furða að til Gran Canaria fari þúsundir ferðamanna í hverri viku til að njóta þessa og flýja veturinn á Íslandi.

Flugtími: 5-6 klst.
Gjaldmiðill: Evra
Tungumál: Spænska
Tímamismunur: sami tími á veturna
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 30 mínútur.

182285
  Fullt verð 182.285 kr

  Smáa letrið

  Leiðbeiningar

    • Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is fyrir einn
    • Verð: 159.995 fyrir einn miða við 2 saman í herbergi 
    • Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla. 
    • Flug frá Keflavík þann 28.11 brottför 
    • Flug frá Gran Canaria þann 21.12 brottför 
    • Takmarkað magn: 6

    Innifalið í verði:

    • Flug og flugvallaskattar
    • Innritaður farangur 20 kg og handfarangur 5 kg á mann

    Ekki innifalið í verði:

    • Rútuferðir til og frá flugvelli
    • Skoðunarferðir
    • Fæði
    • Hægt er að bóka akstur hjá Heimsferðum í síma 595 1000

    Gildistími: 07.11.18 - 28.11.18

    Heimilisfang

    Heimsferðir
    Skógarhlíð 18
    105 Reykjavik.

    www.heimsferdir.is

    5951000

    Tilboð dagsins

    Prjónapakki - Prjónaðu þína eigin peysu -30%
    Skoða

    Prjónapakki - Prjónaðu þína eigin peysu Hjarta Bæjarins

    12.660 kr

    8.860 kr

    Lúxus gjafabréf fyrir tvo með öllu inniföldu á Hótel Örk -27%
    Skoða
    60 bita sushiveisla frá vinsæla veitingarstaðnum Ósushi -34%
    Skoða
    Jólagjafabréf - 1 klst fjallasafarí á fjórhjóli fyrir tvo í náttúru paradís -32%
    Skoða
    Gjafabréf - Lúxus fjögurra rétta óvissumatseðill með fordrykk fyrir tvo á Krydd Veitingahús -36%
    Skoða
    Vax að hnjám á Snyrtihorninu Mist -31%
    Skoða

    Vax að hnjám á Snyrtihorninu Mist Snyrtistofan Mist

    5.100 kr

    3.500 kr

    Gjafakort - Búðu til þín eigin plaköt og dagatöl hjá UniqueArt -20%
    Skoða
    Hádegisverður ásamt eftirrétti á Sumac -31%
    Skoða
    45% afsl. - Alþrif, léttmössun og forsetabón -45%
    Skoða

    45% afsl. - Alþrif, léttmössun og forsetabón KP Bón

    29.000 kr

    15.950 kr

    Jólagjafabréf - Litun og plokkun ásamt maska og léttu andlitsbaði -40%
    Skoða
    30 gómsætir fabrikkusmáborgarar -10%
    Skoða

    30 gómsætir fabrikkusmáborgarar Hamborgarafabrikkan

    8.995 kr

    8.095 kr

    Gjafabréf - Dekurpakki í spa fyrir tvo á CenterHotel Miðgarði -35%
    Skoða
    Gisting og morgunverður ásamt geymslu á bíl á Kef Guesthouse -26%
    Skoða
    Jólagjafabréf - 3 rétta kvöldverður fyrir tvo með fordrykk á Höfninni -39%
    Skoða
    Gjafabréf - Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði á CenterHotel Plaza -26%
    Skoða
    40% afsl. - Æðisleg rúmföt frá Svefn & heilsa -40%
    Skoða

    40% afsl. - Æðisleg rúmföt frá Svefn & heilsa Svefn og Heilsa

    13.900 kr

    8.400 kr

    Gjafabréf - Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði á CenterHotel Arnarhvol -26%
    Skoða
    Jólagjafabréf - Jarðböðin við Mývatn fyrir tvo -47%
    Skoða

    Jólagjafabréf - Jarðböðin við Mývatn fyrir tvo Jarðböðin við Mývatn

    16.700 kr

    8.900 kr

    Gjafabréf - Gisting fyrir tvo á CenterHotel Miðgarði -23%
    Skoða
    Jólagjafabréf - Kvöldverður fyrir tvo á veitingastaðnum Nauthól -38%
    Skoða
    Strigaprentun - 3 stærðir í boði -42%
    Skoða

    Strigaprentun - 3 stærðir í boði SG Merking

    5.900 kr

    3.395 kr

    Head listskautar og hálfur mánuður í skautaskóla -40%
    Skoða

    22 hlutur / hlutir

    á síðu
    Síða:
    1. 1

    Karfan þín

    Augnablik...

    Augnablik