Fjórhjólaferð í töfrandi umhverfi Úlfarsárdals

Skemmtilega fjórhjólaferð með leiðsögn á höfuðborgarsvæðinu. Skemmtun, útivist, spenna og gleði! 1 klst. ferð í töfrandi umhverfi Úlfarsárdals. Frábær skemmtun fyrir fjölskyldur, pör, hópa og vinnustaði.

Nánari Lýsing

Hvernig væri að skella sér í skemmtilega fjórhjólaferð? Skemmtun, útivist, kraftur, spenna og gleði! Fjórhjólaferð með leiðsögn á höfuðborgarsvæðinu. Frábært tilboðsverð - 11.900 kr fyrir einstakling á hjóli. Hægt er að hafa farþega á hjólinu og kostar það 3.900 kr. (sem greitt er á staðnum).

Upplýsingar um ferðina:

Ekið er inn Úlfarsárdalinn, framhjá Hafravatni, inn Þormóðsdal og upp Hafrafellið. Þegar upp er komið er útsýnið yfir Reykjavík og nágrenni stórkostlegt og tilvalið að stoppa og njóta áður en haldið er til baka. 
 
Nánar um tilboðið:
  • Mæting til ATV Reykjavík í Úlfarsárdalinn í Reykjavík 15 mín fyrir brottför.
  • Hámark 5 hjól í hverri ferð.
  • Gallar, hanskar og hjálmar eru á staðnum, gott að koma í góðum skóm.
  • Ferðirnar eru kl. 10 alla daga.
  • Aldurstakmark er 6 ára fyrir farþega, ökumenn þurfa að hafa ökuskírteini.

Um fyrirtækið

Fjórhjólaferðir Reykjavíkur ehf reka hjónin Kristján Jónsson og Hulda Rós Hilmarsdóttir. Þau búa á Úlfarsfelli 3 þaðan sem ferðirnar byrja. Á bænum eru þau svo með hesta, kindur, hænur, hunda og kött, og um að gera að fá að klappa þeim að ferð lokinni. Tekið verður vel á móti þér og þínum. 

Smáa Letrið
  • 1 klst. fjólarhjólaferð með leiðsögn
  • Gildir fyrir 1 á hjóli
  • Börn og aðrir geta verið farþegar, verð fyrir farþega er 3.900 kr. og er greitt á staðnum (athugið að aldurstakmark er 6 ára)
  • Hámark í hverja ferð eru 5 hjól.
  • Á staðnum eru gallar, hjálmar og hanskar. 
  • Gott er að vera vel klædd/ur og í góðum skóm. 
  • Mæting er 15 mín. fyrir brottför.
  • ATH ökumenn þurfa að hafa gild ökuskírteini.
  • Bókanir og nánari upplýsingar eru í síma 861-0006 (Kristján) eða á netfangið: [email protected]

Gildistími: 17.04.2018 - 31.05.2018

Notist hjá
ATV Reykjavík, Úlfarsfellsveg 3, 113 Reykjavík,

Vinsælt í dag