Demantshúðslípun

Nánari Lýsing

Demantsslípun er áhrifarík meðferð með miklum sýnilegum árangri strax,  þar sem ysta lag húðarinnar er slípað með demantspenna og dauðar húðfrumur þannig fjarlægðar. Einnig örvar meðferðin myndun nýrra húðfruma. Eftir meðferðina er settur lúxusmaski á húðina. Demantshúðslípun veitir góðan árangur í baráttunni við ör, húðslit, fínar hrukkur og öldrunarbletti auk þess sem húðin mýkist og ljómar. 

Meðferðin hentar öllum húðgerðum.

Dagleg umhirða húðarinnar, ljúfur nætursvefn og holl næring eru forsendur fyrir því að líta vel út. En því til viðbótar er margt hægt að gera til að undstrika gott útlit og draga fram það fallegasta í andliti hvers og eins. Og það kunna þær á Paradís!

Það er margt sem stendur til boða til að fegra útlitið og yngja húðina. Andlitsböð, lífræn og hefðbundin, andlitsmaskar og peeling meðferðir hreinsa og fríska húðina, örva endurnýjum húðfruma og létta á yfirbragði andlitsins. Sérstakir augnmaskar draga sýnilega úr baugum og þrota og endurnýja húðina í kringum augum. 
 

Um Snyrti- og nuddstofuna Paradís

Sigrún Júlía Kristjánsdóttir snyrtifræðingur og löggildur sjúkranuddari rekur Snyrti- og nuddstofuna Paradís. Stofan hefur verið á Laugarnesvegi 82 í 30 ár. Hún er á tveimur hæðum, prýdd fjölmörgum listaverkum sem Sigrún hefur safnað í gegnum árin. Verslun með snyrtivörur og snyrtistofan er á efri hæðinni, en nudd, gufubað og sturtur eru í notalegu rými á þeirri neðri. Yndisleg slökunartónlist hljómar um öll herbergi og vel þjálfað fagfólk annast viðskiptavinina.

Smáa Letrið

Tímapantanir eru í síma: 553 1330.  Gildir til 30. nóvember 2013.  

Gildistími: 30.08.2013 - 30.11.2013

Notist hjá
Snyrti og nuddstofan Paradís, Laugarnesvegur 82, 104 Reykjavík

Vinsælt í dag