Afmælistilboð - Tveggja manna camper í viku á sértilboði

Dacia Dokker er camper með hitamiðstöð. Fullkomin leið fyrir tvo til að ferðast um landið.

Nánari Lýsing

Taktu einhvern sem þér þykir vænt um í ævintýraferð um Ísland. Bíllinn er rúmgóður með gott geymslupláss undir rúmi. Það er svefnpláss fyrir tvo og hann rúmar vel tvo fullorðna. Innifalið er þægilegt rúm, hitakerfi frá Webasto, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Eftir að búið er að ganga frá kaupum er best að hafa strax samband við okkur til að tryggja sér bíl á réttri dagsetningu á netfangið [email protected] eða í síma 511 5660.

Við tökum einnig við öllum fyrirspurnum í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 511 5660. Þú getur einnig sent okkur skilaboð á Facebook eða Instagram.

Innifalið eru þægilegt rúm, hitakerfi, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir eldamennskuna.

Nordic Car Rental Campers býður upp á fjölbreytt úrval svefn- og húsbíla í öllum stærðum og gerðum.

Við bjóðum upp á góð verð og áreiðanlega bíla. Allir okkar húsbílar eru með miðstöð svo bíllinn helst heitur alla nóttina.

Farðu áhyggjulaus í fríið með Nordic Car Rental Campers. Ef þú ert að leita af nýrri upplifun til að ferðast um Ísland, er svefn- eða húsbíll frábær kostur. Bílarnir okkar eru vel útbúnir með öllu sem þú þarft fyrir fríið. Það felst mikið frelsi í því að ferðast um á svefn- eða húsbíl um Ísland.
Láttu okkur sjá um fríið í ár og ferðumst saman innanlands!

Lágmarksaldur ökumanns er 20 ára, en allir ungir ökumenn sem eru á aldrinum 20-25 ára þurfa að greiða aukagjald upp á 1.400 kr á dag þegar bíll er sóttur.

Verð:

Vor: 7. apríl til 15. júní

Fullt verð: 60.531 kr.
Tilboð: 29.890 vikuleiga
Afsláttur um 50%

Sumar: 16. júní til 15. ágúst

Fullt verð: 74.336
Tilboð: 49.890 kr. vikan
Afsláttur um 32%

Haust: 16. ágúst til 15. september

Fullt verð: 63.717 kr.
Tilboð: 29.890 kr. vikan
Afsláttur 69%

Hægt er að bæta við auka degi hjá söluaðila og er verðið fyrir auka dag sem hér segir:
Vor og Haust: 4.200 kr. - Sumar: 7.100 kr.

Allir okkar camperar eru útbúnir:
• - Svefnaðstöðu
• - Webasto hitamiðstöð
• - Prímus, eldhúsáhöldum, uppþvottalegi og bursta

Hvað er innifalið?
• - Þrif og sótthreinsun að innan
• - Þrif að utan
• - Hreint lak
• - 24% Virðisaukaskattur
• - Kaskótrygging (CDW)
• - Lögboðin slysatrygging ökumanns og farþega (TPL)

Tryggingar

Hér að neðan eru þæri tryggingar sem eru innifaldar og þær auka tryggingar sem eru í boði. Þegar leigutaki sækir bílinn sinn þarf hann að leggja fram heimild á kreditkorti upp á 30.000 kr. Kreditkortið þarf að vera skráð á leigjandann sjálfan og þarf leigjandinn sjálfur að sækja bílinn í eigin persónu og hafa kreditkortið sitt meðferðis. Auka tryggingum er hægt að bæta við þegar bíll er sóttur.

CDW (Kaskótrygging) - INNIFALIN
Innifalið í leiguverði er lögboðin ökutækjatrygging gagnvart þriðja aðila ásamt kaskótryggingu. Sjálfsábyrgð er kr. 360.000 fyrir svefn- og húsbíla. CDW kaskótrygging er hluti af grunntrygginga pakkanum okkar.

TPL (Slysatrygging ökumanns og farþega) - INNIFALIN
TPL er slysatrygging ökumanns og farþega er hluti af lögboðinni skyldutryggingu ökutækis og er því innifalin í leiguverði. Hún bætir það slys sem ökumaður og/eða farþegar verða fyrir. TPL slysatrygging er hluti af grunntrygginga pakkanum okkar.

SCDW (Súper kaskótrygging) - 2300 kr á dag
SCDW er valkvæð trygging sem lækkar sjálfsábyrgð leigutaka á CDW kaskótryggingunni sem innifalin er í leiguverðinu. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð á svefnbílum úr 360.000 kr í 100.000 kr.

GP (Steinkasts og framrúðutrygging) - 1500 kr ár dag
Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn tjóni vegna brotinnar framrúðu og grjótbarningi á framenda bíls. Sé þessi trygging valin ert þú fulltryggður fyrir steinkasti á framenda bíls og sjálfsábyrgð ef tjón verður á rúðu lækkar niður í 25.000 kr.

SAAP (Sand og öskutrygging) - 800 kr á dag
SAAP (Sand og öskutrygging) Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn tjóni af völdum sand- eða öskufoks. Engin önnur trygging bætir slík tjón. Þessa tryggingu er hægt að kaupa eina og sér og er hún ekki í tengslum við neina aðra tryggingu. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð niður í 360.000 kr í slíkum tjónum.

TI (Dekkjatrygging) - 1200 kr á dag
TI (Dekkjatrygging) Valkvæð trygging sem tryggir að fullu dekk og dekkjaskipti eða viðgerð á dekki ef dekk skemmist á leigutíma. Tryggir ekki flutning bíls að dekkjaverkstæði eða aðra vegaaðstoð sem leigjandi gæti þurft á að halda þegar dekk skemmist.

TP (Þjófnaðartrygging) - 800 kr á dag
TP (Þjófnaðartrygging ) Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn þjófnaði á ökutækinu. Tryggingin tekur þó ekki til þjófnaðar á persónulegum munum. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð niður í 360.000 kr ef ökutæki er stolið.

SILFUR Pakkinn - (SCDW+GP) - 3300 kr á dag
Silfur pakkinn samanstendur af SCDW (Súper kaskótrygging) og GP (Steinkasts og framrúðutrygging).

Gull Pakkinn - (SCDW+GP+TP+TI+SAP) - 4700 kr á dag
Gull pakkinn samanstendur af öllum okkar aukatryggingum

 
Smáa Letrið
  •  - Eftir að búið er að ganga frá kaupum er best að hafa strax samband við Nordic bílaleigu til að tryggja sér bíl á réttri dagsetnnigu í síma 511 5660. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá 9:00 til 16:00.
    - Gildistími: 14.04.2021 - 30.09.2021
  • - Afhending virka daga: 09:00-12:00 og 13:00-16:00. Skil virka daga og á sunnudögum milli 13:00 og 16:00
  • - Tilboðið gildir á leigu í sjö sólarhringa samfleytt (viku leiga). 
  • - Ef búið er að bóka bíl hjá söluaðila (Nordic Car Rental ehf.) og hann er síðan afbókaður með meira en viku (7 dögum/168 klst eða meira) fyrir bókaðan komudag er ekkert afbókunargjald innheimt. Ef bókað/afbókað er með skemmri fyrirvara og/eða leigjandi mætir ekki er full leiga innheimt.
  • - Hægt er að bæta við auka degi hjá söluaðila og er verðið fyrir auka dag sem hér segir: Vor og Haust: 4.200 kr. - Sumar: 7.100 kr.
  • - Lágmarksaldur ökumanns er 20 ára, en allir ungir ökumenn sem eru á aldrinum 20-25 ára þurfa að greiða aukagjald upp á 1.400 kr á dag þegar bíll er sóttur.

Gildistími: 14.04.2021 - 30.09.2021

Notist hjá
Nordic Car Rental,

Vinsælt í dag