Ávaxtasýrumeðferð (Hrukkubani)

Sýrurnar örva frumuendurnýjun húðar, jafna áferð, auka raka, gefa fallegan ljóma, minnka húðholur og jafna bóluvandamál og ör. Þessi meðferð er frábær fyrir allar húðgerðir.

Nánari Lýsing

Ljómandi og fersk húð fyrir haustið

Ávaxtasýrumeðferð frá comfort zone. Mjög áhrifarík meðferð. Í boði eru tvennskonar sýrumeðferðir, fyrir viðkvæma og svo allar húðgerðir. Snyrtifræðingur metur hvora sýruna er best að nota. Sýrurnar örva frumuendurnýjun húðar, jafnar áferð, eykur raka og gefur fallegan ljóma, minnkar opnar húðholur, fínar línur, litabletti, bóluvandamál og ör eftir bólur. Þessi meðferð er frábært fyrir allar húðgerðir. Húðin þéttist og verður stinnari, auðveldara er að nota farða eftir sýrumeðferð þar sem farðinn á það til að setjast í línur og opnar húðholur. Mælt er með að koma í nokkur skipti eftir húðgerð.

Meðferðin tekur um 30 mínútur.

  • Húðin er yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð
  • Sýran sett á húð og látin bíða  í nokkrar mínútur eftir húðgerð
  • Lúxusmaski er svo valin eftir húðgerð
  • Endað er á að setja dagkrem og augnkrem.

Um Fætur og fegurð

Fætur og fegurð er staðsett í Hólagarði Lóuhólum 2-4 111 Reykjavík. Fætur og fegurð er Fótaaðgerða- og alhliða snyrtistofa þar sem boðið er upp á alla helstu þjónustu.

Hjá okkur eru starfandi tveir löggildir fótaaðgerðafræðingar, tveir snyrtifræðingar, og naglafræðingur. 
Eigandi stofunnar er Berglind Ösp Jónsdóttir Löggildur fótaaðgerðafræðingur og snyrtifræðimeistari.

Markmið stofunnar er að veita faglega og persónulega þjónustu í notalegu umhverfi

Opnunartími: 10-18 virka daga

ATH: Opnunartími getur verið sveigjanlegur eftir sviðum innan Fætur og fegurð.

Smáa Letrið
Tímapantanir og nánari upplýsingar í síma: 557-5959. Mundu eftir inneignarmiðanum.

Gildistími: 19.01.2018 - 19.04.2018

Notist hjá
Snyrtistofunni Fætur og fegurð, Lóuhólar 2, 111 Reykjavík

Vinsælt í dag