Almeria 16. ágúst í 7 nætur - UPPSELT

Skelltu þér í sólina á Costa de Almería. Fjölskylduvænn áfangastaður, með fallegar strendur og frábær menningu. Á svæðinu er vatnsrennibrautargarður, sædýrasafn, golfvöllur, go-kart og verslunarmiðstöð. Verð frá 39.995 m.v tvo fullorðna og tvö börn.

Nánari Lýsing

Um hótelið

La Minería íbúðahótelið er staðsett á Roquetas Mar, einu þekktasta ferðamannasvæðinu á Costa de Almería.  Ströndin er hrein og falleg og sandurinn er milligrófur.

Hér er um að ræða ágætis gistivalkost, rétt við ströndina. Móttakan er stór og björt en hún er opin allan sólarhringinn en þar er bar. Fallegt útsýni er frá móttökunni yfir sundlaugina.

Sundlaugargarðurinn er lítill og notalegur með sólbekkjum og sólhlífum. Hjá sundlauginni er snarlbar en þar er hægt að kaupa drykki og léttar veitingar. Hér er einnig innilaug en við hana eru sólbekkir, stólar og borð.

Þá er hér veitingastaður sem býður upp á hlaðborðsveitingar en þar má finna ýmsa rétti frá Miðjarðarhafinu og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér er einnig bar og kaffitería sem bjóða upp á ýmis konar drykki.

Á hótelinu er þvottaþjónusta og bíla- og hjólaleiga. Hér er einnig líkamsræktaraðstaða og sauna.

Frír internetaðgangur (WI-FI) er á öllu hótelinu.

Á þessu íbúðarhóteli eru 126 íbúðir en allar eru þær með loftkælingu, eldunaraðstöðu, sjónvarpi, þvottavél, öryggishólfi og litlum svölum eða verönd en þar er að finna borð og stóla. Á baðherberginu er baðkar.

Costa de Almería er fjölskylduvænn áfangastaður. Hér eru fallegar strendur og frábær menning. Rólegt yfirbragð einkennir bæinn en þó er af mörgu að taka og engum ætti að leiðast. Á svæðinu er vatnsrennibrautargarður, stórt sædýrasafn, 18 holu golfvöllur, go-kart svæði og stór verslunarmiðstöð. Hér er að finna fjöldan allan af veitingastöðum, börum og verslunum. Strandgatan sjálf, öll hellulögð og snyrtileg, teygir sig eina 11 kílómetra meðfram ströndinni. Hér er upplagt að taka góðan göngutúr, skokk eða leigja sér hjól, enda allt á jafnsléttu.

Smáa Letrið

Leiðbeiningar

  • - Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • - Brottför 16. ágúst - Heimferð 23. ágúst 
  • - Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • Aldur barna miðast við að börn séu ekki orðin 12 ára á meðan á dvöl stendur

Innifalið í verði:

  • - Flug og flugvallaskattar
  • - Hótel
  • - Innritaður farangur 20 kg og handfarangur 5 kg á mann

Gildistími: 16.08.2018 - 16.08.2018

Notist hjá
Heimsferðir

Vinsælt í dag