Gjafabréf í svifvængjaflug

Gjafabréf í svifvængjaflug sem gildir í 2 ár hjá True Adventure. Einn fallegasti staður landsins til að fljúga á. Mögnuð spenna, frelsi, skemmtun og ótrúlegt útsýni - Tilvalið fyrir hópa; starfsmannafélög, hópefli ofl.

Nánari Lýsing

 

Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! …og taka svo nokkur skref aftur við lendingu. Ef þú ert í stuði geturðu jafnvel fengið að taka í stýrið ef aðstæður leyfa!  

Staður

  • Nágrenni: Vík í Mýrdal, Reynisfjall, Háfell, Hafursey eða Hjörleifshöfði.
  • Flugtími: Stefnt er að 10 til 15 mín, en fer eftir veðuraðstæðum 
  • Heildartími: 5 tímar með keyrslu frá Reykjavík
  • Gott er að hafa litla vatnsflösku með.

Ferðalagið “hvað sérðu á leiðinni"

  • Seljarlandsfoss og Gljúfrábúa
  • Skógarfoss
  • Reynisdrangar
  • Seljavallarlaug, frábært er að stoppa í Seljavallarlaug í bakaleiðinni. 

Myndataka

  • HD myndavél með gleiðlinsu myndum.
  • Hægt er að kaupa myndbönd úr ferðinni 

Öryggið á oddinn!

  • Við fljúgum einungis í öruggum aðstæðum. 
  • Ef spáin stenst ekki og við teljum ekki öruggt að fljúga, þá annaðhvort hinkrum við aðeins eftir að aðstæður breytist eða við löbbum niður og bókum annan tíma. 
  • Svifvængjaflug er áhættusport og nemandi í kynningarflugi flýgur alltaf á eigin ábyrgð.

True Adventure. 

Líf True Adventure snýst á flestan eða allan hátt um að fljúga og deila þeirri reynslu með sem flestum. Í þeirra höndum ertu örugg/ur þegar þú tekur þín fyrstu skref fram af fjalli með væng á bakinu, hvort sem er í sóló- eða tvímenningsflugi. 

Sækja má gjafabréfið til aha.is, Skútuvog 12b strax eftir kaup. 

Smáa Letrið
  • Gjafabréfin má sækja til aha.is, Skútuvog 12b strax eftir kaup og gilda þau í tvö ár
  • Hægt er að fara í svifvængjaflug flesta daga frá 09.00 - 21.00, en fer að sjálfsögðu eftir veðri, nema hvað... 
  • Flugtími: 10-15 mín, en fer eftir veðuraðstæðum. 
  • Til að panta tíma er best að hringja í s: 698.8890.

Gildistími: 12.04.2018 - 12.07.2020

Notist hjá
www.trueadventure.is

Vinsælt í dag