Sumartilboð - Lúxus fyrir tvo með öllu inniföldu á Hótel Örk

Sumarið er á næsta leiti og því ber að fagna - Gisting á superior herbergi fyrir tvo með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði ásamt fordrykk á Hótel Örk. Gerðu vel við þig og ástina eða gefðu sem fallegt gjafabréf. Gildir frá 23.04.20 - 31.08.20

Nánari Lýsing

Gjafabréfið inniheldur:

  • Gistingu fyrir tvo í superior herbergi 
  • Morgunverðahlaðborð
  • Fordrykk
  • Þriggja rétta kvöldverð á HVER restaurant

Gjafabréfið er hægt að nýta hvort sem er fyrir ykkur tvö eða sem fallega gjöf. Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir kaup. Á því eru helstu upplýsingar, en verð kemur ekki fram. 

Í herbergjunum má meðal annars finna tvöfalt rúm, 42″ flatskjá, fatahengi, vinnuborð, stóla, frítt WiFi, öryggishólf ásamt setusvæði við gluggann með sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Glugginn er stór og nær alveg til gólfs og því eru herbergin björt og með góðu útsýni.

Í öllum Superior herbergjum má finna vinsælu Evesham 1000 pokagorma dýnuna frá Hypnos sem framleiðir þægilegustu rúm í heimi. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða rúm í yfir 100 ár og eru dýnurnar frá þeim einungis unnar úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Til gamans má segja frá því að Hypnos er með Royal Warrant og sér bresku konungsfjölskyldunni fyrir rúmum. Evesham dýnan er 5* dýna og hefur þann eiginleika að veita framúrskarandi stuðning sem tryggir góðan nætursvefn. Baðherbergin eru rúmgóð með sturtu og hárþurrku. 

HVER restaurant

Kíktu við í ljúffengan mat á HVER veitingastað. Vandaður og fjölbreyttur matseðill í hlýlegu umhverfi. 

Smáa Letrið
  • - Rafrænt gjafabréf verður sent í tölvupósti til kaupanda fljótlega eftir kaup.
  • - Til að bóka herbergi áframsendið gjafabréfið á [email protected] með ósk um dagsetningu ásamt kennitölu og símanúmeri gestsins.
  • - Tilboðið gildir fyrir tvo í superior herbergi. Innifalið er morgunverður og 3ja rétta máltíð, ásamt fordrykk.
  • - Tímasetning á kvöldverðinum er valin við komu á hótel Örk eða þegar bókað er.
  • - Innritun er eftir kl 15:00 og útskráning er til kl 11:00
  • - Vinsamlega athugið að afbóka þarf með 2ja sólahringa fyrirvara, annars telst gjafabréfið notað.
  • - Tilboðið gildir frá 23.04.2020 til 31.08.2020 þó með takmörkunum byggðum á opnunartíma HVER Restaurant.
  • - Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 483-4700 eða í gegnum netfangið [email protected]

Gildistími: 23.04.2020 - 31.08.2020

Notist hjá
Hótel Örk, Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði.

Vinsælt í dag