Senda til
Velja afhendingarmáta

Helstu eiginleikar.
Einstaklega fallegur blandari úr 50's línu SMEG. Blandarinn er með fjórum hraðastillingum auk
stillinga fyrir Smoothie, mulinn klaka og púlsvirkni. Skálin tekur 1,5 lítra / 6 bolla og ræsing er mjúk.

Blandaðu hráefnum fullkomlega saman við hvert tækifæri
Ávaxta og jógúrt smoothie að morgni, frískandi drykkur fyrir endurheimt eftir æfingu eða einföld
og fljótleg súpa í hádeginu, allt verður leikur einn með blandaranum frá Smeg. Blandaðu hráefnum
með mismunandi þéttleika fullkomlega saman við hvert tækifæri. Blandarinn er rúmgóður,
fjölhæfur og hönnun hans er vandlega úthugsuð. Fjórar hraðastillingar gera þér kleift að aðlaga
snúningshraða blandarans nákvæmlega að þínum þörfum og tryggir mjúk ræsing mótors varlega
blöndun hráefnanna. Auk þess er blandarinn með forstilltu kerfi fyrir klaka, forstilltu kerfi fyrir smoothies
og púlsvirkni sem eykur vinnsluhraða eftir þörfum með einni snertingu.

Vel hannaður úr gæðaefnivið 
Blandarinn er með TritanTM® plastskál sem er létt, höggþolin, hitaþolin og bisfenólfrí.
Skálin kemur með gagnsæu loki með millilítramáli og dreypistút. Hnífarnir eru sterkbyggðir, úr ryðfríu stáli,
þá er einfalt að fjarlægja og auðvelt að þrífa. Neðri partur blandarans er formaður úr heilsteyptu áli,
botninn er með stömum fótum og stendur blandarinn þar af leiðandi traustur á hvaða yfirborði sem er.
Auk þess er mögulegt er að vefja snúrunni upp og geyma í hólfi undir botni tækisins.

Aðlagaðu blandarann að þínum þörfum 
Mögulegt er að nota nýstárlegan og þægilegan brúsa með Smeg blandaranum í stað venjulegu
skálarinnar og taka hann með sér hvert sem er. Þennan einfalda og nytsamlega aukahlut er hægt
að panta og bæta við blandarann ef þú óskar þess. Brúsinn er tengdur beint við blandarann með
tvöfalda hnífnum á milli, en með þessum hætti er mögulegt að útbúa smoothie beint inni í brúsanum
sem þú tekur með þér. Eina sem þarf að gera þegar blöndun er lokið, er að fjarlægja tvöfalda
hnífinn og skrúfa lokið á brúsann.

Alþjóðleg verðlaun 
Viðtökur 50´s smátækjanna frá Smeg hafa verið frábærar og hafa þau unnið til fjölmargra
alþjóðlegra verðlauna. Smeg blandarar hafa fengið Good Design Awards, IF Design Awards
og Red Dot Design Awards.

Notendaleiðbeiningar 

Hönnun og útlit
Litur 
Kremaður
Vörulína 50's Retro Style
Snúningsrofi 
Stjórnborð 2 takkar: On/Off, Pulse
Litur rafmagnssnúru Grár
Stillingar
Aflstillingar 
4
Klaki – Ísmolar 
Smoothies 
Skálar
Skál 
1,5 L
Hráefni skálar TritanTM plastskál
Þægindi notanda
Púls takki 

Lok með millilítramáli 
Mjúk ræsing 
Mögulegt að vefja snúru undir tæki 

Gæði
Hráefni skála 
0% BPA
Hitaþolin skál 

Tæknilegar upplýsingar
Hæð 
39,7 cm
Breidd 19,7 cm
Dýpt 16,3 cm
Heildarafl 800 W
Snúningar á mínútu – rpm max 18.000 rpm
Spenna 220 - 240 V
Þyngd 3,65 kg