Höfundur: Halldór Baldursson

Út er komin afar hressandi bók um íslenska efnahagshrunið, aðdraganda þess og eftirköst. Á þessum síðustu og verstu tímum hefur listmaðurinn Halldór Baldursson létt Íslendingum lund með hárbeittum skopmyndum en bókin Skuldadagar geymir einstakt safn mynda hans sem birst hafa í Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu. Hér skín í gegn eiturskörp sýn hans á þjóðmálin frá ársbyrjun 2007 og fram í september 2009.

Á yfir 300 síðum skrásetur Halldór söguna og færir í myndrænan annál einstaklega viðburðarríkan tíma. Aðalpersónurnar þekkja allir en ótal aukapersónur skjóta upp kollinum hér og þar. Alls rata yfir hundrað einstaklingar á síður bókarinnar.

*** 1/2
„Einmitt vegna þess hversu snilldarlega Halldór nær að endurspegla tíðarandann á hlutlausan hátt er þessi bók einstök söguleg heimild. Þegar ég rifja upp bankahrunið eftir 20 ár gríp ég fyrst í Skuldadaga því hún segir á einfaldan, en um leið bráðfyndinn máta, hvernig andrúmsloftið á Íslandi var á þessum örlagaríku tímum. Þess utan er bókin einfaldlega frábær afþreying sem má skemmta sér yfir aftur og aftur.“
Magnús Geir Eyjólfsson / pressan.is

****
„Þarna birtist margt það góða, slæma og hreint út sagt fáránlega sem við landsmenn höfum mátt búa við síðustu árin, séð með glöggum augum teiknarans sem hefur fyrir margt löngu sannað að hann stendur flestum, ef ekki öllum, skopmyndateiknurum Íslandssögunnar mun framar.
Brynjólfur Þór Guðmundsson / DV

„Brilljant bók - maðurinn er snillingur.“
Jenný Anna Baldursdóttir bókabloggari

„Skuldadagar er bók sem hægt er að fletta með grimmri brosvipru á vör núna þessi jól, og ef hún er lesin til hliðar við fyrstu bók Halldórs, 2006 í grófum dráttum, geta lesendur fengið grátbroslega sýn á gullöld hinnar íslensku útrásar og hið óhjákvæmilega fall.“
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir / midjan.is

990

Skuldadagar

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 56mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

990 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik