Höfundur: Chade-Meng Tan

Áhugi á núvitund (e. mindfulness) hefur margfaldast á síðustu árum. Boðskapur þessarar bókar spratt upp úr vinsælu námskeiði sem haldið hefur verið innan Google-fyrirtækisins um árabil, vakið mikla athygli og gjörbreytt lífi margra þátttakenda, bæði í starfi og einkalífi. Einum af frumkvöðlum fyrirtækisins, Chade-Meng Tan, var falið að þróa aðferð til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Þetta gerði hann með æfingum í hugleiðslu sem styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði og gleði – og skerpa um leið hugsun, auka velgengni og bæta líkamlega og andlega heilsu.

Hér er þessu komið á framfæri á aðgengilegan hátt svo að allir geta tileinkað sér aðferðir núvitundar og notað þær til að breyta lífi sínu til hins betra. Formála að íslenskri útgáfu bókarinnar skrifar Margrét Arnljótsdóttir, sálfræðingur og háskólakennari, sem haldið hefur fjölda námskeiða um núvitund (gjörhygli).

Guðni Kolbeinsson þýddi.

„Hér má finna margar góðar ráðleggingar. Mest met ég það viðhorf Mengs að með því að sýna öðrum samhug geti maður sjálfur fundið hamingjuna.“
Jimmy Carter, fyrrv. forseti Bandaríkjanna

3520

Núvitund - leitaðu inn á við

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 50mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

3.520 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik