Meðferð eftir lúsmýbit

Biteaway er lækningatæki til meðferðar á kláða, sársauka og bólgu af völdum skordýrastungna og bita, til dæmis af moskítóflugum, geitungum, býflugum og lúsmýi. Ef tækið er sett á, strax eftir stungu/bit, er hægt að koma í veg fyrir einkennin að öllu leyti. Jafnvel þó að tækið sé notað aðeins seinna geta einkennin horfið fyrr.

Nánari Lýsing

Biteaway vinnur eingöngu með samþjöppuðum hita og er þannig alveg laust við kemísk efni. Þess vegna er biteaway einnig hentugt fyrir barnshafandi konur, einstaklinga með ofnæmi og börn. Notkun á samþjöppuðum hita (staðbundinn ofurhiti) er líkamlegur verkunarháttur sem byggist á því að beita stuttu, einbeittu hitauppstreymi á lítið, takmarkað húðsvæði. Þessi staðbundni hitapúls, sem fer upp í ca. 51°C, getur verið nægur til að kalla fram viðbrögð frá líkamanum sem dregur úr kláða og sársauka og veldur því að bólgan hjaðnar.

Tækið er vottað og framleitt í Þýskalandi af fyrirtækinu MibeTec. Það lítur út eins og penni og er mjög auðvelt, skilvirkt og fyrirferðalítið í notkun.

Börn yngri en 12 ára ættu alltaf að nota biteaway með aðstoð fullorðinna.

Íslenskar leiðbeiningar fylgja með. 

Smáa Letrið
- Við kaupin þarf að senda tölvupóst [email protected] með inneignarkóðanum. - Hægt er að fá sent í pósti fyrir 1190 kr eða sækja frítt í Tannjól-Mánafoss Bæjarlind 12, Kópavogi. Opnunartími er 8-16 á virkum dögum og 8-14, lokað um helgar.

Gildistími: 15.06.2022 - 31.08.2022

Notist hjá
Tannhjól-Mánafoss ehf.

Vinsælt í dag