Jóladagatal - Líf styrktarfélag

Jóladagatalinu, sem unnið er í samvinnu við marga þekkta karaktera úr íslenskum barnaævintýrum, er ætlað að vekja börnin okkar til margvíslegra leikja og stytta þeim stundir fram til jóla.

Nánari Lýsing

Líf styrktarfélag gefur út óvenjulegt jóladagatal til styrktar Kvennadeild Landspítalans.

Jóladagatalinu, sem unnið er í samvinnu við marga þekkta karaktera úr íslenskum barnaævintýrum, er ætlað að vekja börnin okkar til margvíslegra leikja og stytta þeim stundir fram til jóla. Krakkarnir fá nýja mynd til að lita hvern dag þar sem við sögu koma kunnar persónur út Latabæ og Ávaxtakörfunni en einnig má finna þar Skessuna í fjallinu og Lilla apa úr Brúðubílnum svo einhverjar persónur séu nefndar. Hér er þó ekki allt upp talið því Jóladagatal Lífs gefur börnum líka tækifæri til að taka þátt í eldhússtörfum; hver þarf ekki að kunna kúnstina að baka piparkökur og annað gott til jólanna? Loks opnar Jóladagatal Lífs nýjan heim fyrir krökkunum þegar kemur að leikjum og þrautum, en á bak við hvern dag fram að jólum eru margvísleg verkefni sem allir krakkar hafa gaman af að leysa.

ATH! Þar sem um jóladagatal er að ræða er “bókin” límd á tveim stöðum og er það gert til að ekki sé hægt að kíkja á næsta dag og auka því smá á spennuna fyrir komandi daga. Farið því varlega þegar dagatalinu er flett.

Sækja má vöruna til aha.is frá og með 5. nóvember. 

Allur ágóði rennur til Lífs Styrktarfélags sem styrkir með framtakinu Kvennadeild Landspítalans. 

Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.


  202 tilboð seld
Fullt verð
790 kr.
Þú sparar
0 kr.
Afsláttur
0 %
Smáa Letrið
Sækja má vöruna til aha.is frá og með 5. nóvember.

Gildistími: 05.11.2016 - 22.12.2016

Söluaðili
Aha.is, Skútuvogur 12a, 104 Reykjavík

Vinsælt í dag

Mössun og Can Coat

65.900 kr. 49.900 kr.

Rafmagnshjól - Tenways CGO600

264.400 kr. 239.900 kr.

RAW blandari Turbo

49.950 kr. 39.950 kr.

Abreosa

34.900 kr. 17.500 kr.

Domo ferðatöskuvog

3.950 kr. 2.450 kr.

Tristar baðvog

6.975 kr. 3.975 kr.

Bosch Serie 2 hrærivél

29.950 kr. 24.950 kr.

Xiaomi Smart Scale 2 baðvog

6.950 kr. 3.950 kr.

Marghera veggljós

19.900 kr. 9.000 kr.

Sodastream Megapack svart

22.950 kr. 16.950 kr.

Delonghi Espresso kaffivél

79.950 kr. 69.950 kr.

Lurch thermóflaska

3.950 kr. 550 kr.

Sælkeraflakk um Provence

4.990 kr. 999 kr.