







Þú færð tækifæri til að upplifa fegurð Langjökuls næststærsta jökuls Íslands.
Leiðsögufólkið okkar mun hjálpa þér að kanna og fræðast um jökulinn.
Boðið er upp á léttar veitingar.
Það er möguleiki á að fara á snjóþotu niður jökulinn eða spila golf!
Algjörlega einstök 4 klukkustunda upplifun á stærsta jöklabíl í heimi. 8 hjóla, 800 hestafla tryllitæki með 360 gráðu útsýni!
Komdu með í eina af söluhæstu ferðum Sleipnis Tours í ógleymanlegt ævintýri sem leyfir þér að upplifa fegurð Langjökuls, næst stærsta jökuls Íslands. Frábært tækifæri til að búa til ógleymanlegar minningar á jöklinum.
Ferðin hefst við efra bílastæði við Gullfoss og förum við með þig að Langjökli, þar sem þú getur horft á fallegt landslag. Leiðsögufólkið okkar mun fara með þig í töfrandi ferðalag um íslenska náttúru eins og hún gerist best.
Sleipnir er einstakt tæki, 8 gríðarstór hjól og 800 hestafla vél. Bíllinn er sérsmíðaður jöklatrukkur til að keyra á jöklum.
Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin. Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup
Hljómar þetta spennandi? Skelltur þér á þetta frábæra tilboð og bókaðu jöklaferðina þína í dag!
Hvað er innifalið?
-Leiðsögn í 3-4 tíma
-Íslensk tónlist og möguleiki á því að búa til sinn eigin lagalista.
-Drykkkir (hugsanlega heitt súkkulaði, te, Jökla líkjör)
-Veitingar (hugsanlega kleinur)
-WiFi um borð.
-Salerni um borð.
-Mannbroddar.
Hvað á að koma með?
-Vatnsheldir gönguskór og hlýir sokkar.
-Hlýr tveggja laga fatnaður.
-Vatnsheldur og hlýr jakki.
-Hlý húfa og hanskar.
-Fjölnota bolli (fyrir drykki). Við útvegum pappabolla.
-Sólgleraugu. Sérstaklega á sumrin þar sem jökullinn endurspeglar mikið magn af sól.
-Myndavél (Við bjóðum einnig upp á faglega ljósmyndara sé þess óskað). Okkur þætti vænt um að sjá myndir af þér í ferðinni! Ekki hika við að nota #sleipniriceland #sleipnirtours á samfélagsmiðlum (Instagram, Facebook, TikTok, YouTube)
Vinsamlegast athugið:
-Ungbarnastólar ekki tiltækir.
-Ferðin er háð veðri og því möguleiki á því að hætt verði við ferðina með stuttum fyrirvara (hægt er að bóka aðrar ferðir, nýjar dagsetningar eða fá fulla endurgreiðslu eigi þetta við)
Hægt er að nýta gjafabréfið í ferðir sem farnar eru á tímabilinu júní-október 2023
*Athugið að allir leikir og önnur skemmtun er valfrjáls og verður haldin á meðan á stoppi stendur.
*Kolefnishlutlaus ferð, athugaðu hvort valkostir séu í boði við útskráningu.
Jöklaævintýri fyrir tvo með Sleipnir Tours
45.990 kr.
Smáa Letrið
- - Upphafspunktur er við efri bílastæðið hjá Gullfoss.
- - Sleipnisrútan er staðsett á bílastæðinu gagnstæða við Gullfosskaffi. Það er best að vera á staðnum um 12:45 (12:45 PM)
- - Bókaðu ferðatímann í [email protected] eða í síma 565-4647.
- - Afbókanir þurfa að berast með 24 tíma fyrirvara.
- - Ferðirnar eru keyrðar á alla daga vikunnar.
Gildistími: 30.09.2023 - 30.09.2023
Notist hjá
Gjafabréf
Fjölbreytt úrval gjafabréfa á einum stað