Flokkar:
Höfundur: Rut Káradóttir
Rut Káradóttir hefur um árabil verið leiðandi í íslenskri innanhússhönnun og mótað ásýnd fjölda heimila og fyrirtækja innanstokks.
Hönnun hennar markast af skýrum línum, ríkulegu formskyni, hlýju og áherslu á vönduð efni og vinnubrögð. Manneskjan er í forgrunni, upplifun hennar og vellíðan þar sem öll skilningarvit eru virkjuð til að skapa gott umhverfi.
Í Inni sýnir Rut hvernig hugsun hennar og aðferðir birtast jafnt í heildarhönnun heimila og fyrirtækja sem einstökum herbergjum og rýmum. Hvernig fegra má umhverfið og hvernig einfaldar lausnir breyta heimilinu. Þetta er ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um hönnun.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun