



Tvöföld öryggismyndavél
IMILAB EC6 er einstök öryggismyndavél sem hentar vel fyrir íslenska veðráttu. EC6 er með tvær myndavélar sem geta samtímis vaktað 2 mismunandi svæði í 2K upplausn. EC6 er með innbyggða ljóskastara sem hægt er að láta kvikna á við hreyfingu og einnig er innbyggð sírena til að fæla frá óboðna gesti.
https://cdn.shopify.com/videos/c/vp/7013469b9b624917a8367eabcf71028a/7013469b9b624917a8367eabcf71028a.HD-1080p-3.3Mbps-26460049.mp4
Tvær myndavélar í einni
https://cdn.shopify.com/videos/c/vp/a5604d16048949c7baf760544235ab97/a5604d16048949c7baf760544235ab97.HD-1080p-3.3Mbps-26460236.mp4
Gervigreind skannar hreyfingu og sendir tilkynningar
https://cdn.shopify.com/videos/c/vp/f9de3bc5045b49dbb74d780ec3a229f7/f9de3bc5045b49dbb74d780ec3a229f7.HD-1080p-2.5Mbps-26460383.mp4
Neðri myndavél getur elt hreyfingu 360°
Margvíslegir festingamöguleikar
IMILAB EC6 hentar á marga staði en hægt er að festa vélina undir þakskyggni, á vegg eða á staur. Vélina er hægt að tengja með annaðhvort WiFi eða netkapal og rafmagnssnúran sem fylgir vélinni er 3 metrar á lengd. Efri myndavélina er hægt að stilla 120° til hliðanna og 10° upp eða niður svo að hún beini á réttann stað. Neðri myndavélina er svo hægt að snúa í Xiaomi Home appinu bæði upp/niður og hægri/vinstri.
2K upplausn og tvíhliða samtöl
Hægt er að opna myndavélina í gegnum Xiaomi Home appið og sjá svæðið sem er verið að vakta. Ef að einhver sést á vaktsvæðinu er hægt að opna fyrir tvíhliða samtöl þar sem myndavélin er með innbyggðan hátalara og míkrófón. Bæði efri og neðri myndavélin eru með 2K upplausn, ásamt 4 ljóskösturum og 4 infrarauðum ljósum til að sjá vel hvort sem það er dagur eða nótt.
Tilkynningar beint í símann
IMILAB EC6 tengist við Xiaomi Home appið, í appinu er hægt að stilla afmarkað svæði sem að myndavélarnar vakta sérstaklega vel, þegar hreyfing er skynjuð sendir appið tilkynningar svo hægt sé að skoða strax hvað er í gangi. Í appinu er einnig hægt að kveikja á ljóskösturunum, skoða gamlar upptökur, snúa neðri myndavélinni og fleira.
SD kort eða skýjaþjónusta geyma upptökur
Hægt er að setja SD kort í myndavélina allt að 256GB að stærð sem að tekur upp 24/7. Einnig er hægt að kaupa áskrift að skýjaþjónustu sem að tekur upp við hreyfingu. Nýjir notendur fá 3 fría mánuði af skýjageymslu til að byrja með.
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun