Höfundur: Gabriel García Márquez

Hundrað ára einsemd greinir frá því þegar Búendíafjölskyldan og förunautar hennar nema land í óbyggðum og reisa þorpið Macondo hjá bergvatnstæru fljóti. Þar er sérhvert hús fullt af birtu og í upphafi eru allir jafnir. Jose Arcadío Búendía og Úrsúla kona hans ala upp syni sína tvo í einangrun þorpsins en brátt ber gesti að garði og rót kemst á þessa kyrrstæðu draumaveröld. Synirnir vaxa upp og fjölskyldan stækkar, stundum með óvæntum hætti, og hjól tímans rennur áfram eftir brautum örlaganna, í gegnum stríð og ástir, líf og dauða.

Þessi goðsagnakennda frásögn sýnir heim í hnotskurn og í litríkri ættarsögu Búendíafjölskyldunnar kristallast á ógleymanlegan hátt ólgandi átakasaga suðuramerískra þjóða.

Kólumbíski Nóbelsverðlaunahafinn Gabriel García Márquez hefur notið verðskuldaðrar hylli hérlendis allt frá því Hundrað ára einsemd kom fyrst út á íslensku 1978. Guðbergur Bergsson þýddi söguna og ritaði eftirmála.

 

„Hundrað ára einsemd er eitthvert áhrifamesta skáldverk sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. Hér er einn mesti höfundur 20. aldar í sínu allra besta formi og verkið hefur haft gríðarleg áhrif á lesendur um allan heim. Þetta er bók sem ætti að vera hverjum fullorðnum manni skyldulesning.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

„Meira næmi, snilld, viska og skáldskapur en vænta má af skáldsagnahöfundum í hundrað ár, hvað þá af einum manni.“
New York Times

„Frjó, villt, ómótstæðileg ...“
Book World

2290

Hundrað ára einsemd

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 27mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

2.290 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik