Hraðnámskeið í tímastjórnun

Allir hafa 24 tíma á sólarhring - en sumir ná meiri árangri og koma mikilvægu verkefnunum tímanlega í framkvæmd. Lykillinn að þessu er TÍMASTJÓRNUN. Á þessu spennandi hraðnámskeiði lærir þú fjölda áhrifaríkra ráða og aðferða í tímastjórnun sem er hægt að setja strax í framkvæmd.

Nánari Lýsing

"Það er aldrei nægur tími til að gera allt... en það er alltaf nægur tími til að gera mikilvægustu hlutina" - Hyrum Smith 

Allir hafa 24 tíma á sólarhring - en sumir ná meiri árangri og koma mikilvægu verkefnunum tímanlega í framkvæmd. Lykillinn að þessu er TÍMASTJÓRNUN. Á þessu spennandi hraðnámskeiði lærir þú fjölda áhrifaríkra ráða og aðferða í tímastjórnun sem er hægt að setja strax í framkvæmd. 

  • Staður: Centerhotel Plaza við Austurstræti 
  • Dagsetning: 30. mars 
  • Tímasetning: 13.00 - 16.00
  • Takmarkað magn (30 sæti)


Markmið námskeiðsins eru að:

  • Að ná meiri árangri í daglegum störfum og einkalífi Að kunna að skipuleggja vinnustaðinn og vinnutímann og læra mikilvægi markmiða og forgangsröðunar.

  • Þeir læra nýjar aðferðir við markmiðasetningu og hvernig best er að koma markmiðum í framkvæmd á þeim tíma sem er til umráða

  • Kenndar eru aðferðir við forgangsröðun verkefna og hvernig má skapa þannig tíma fyrir mikilvægustu verkefnin.

  • Að læra að sýna ákveðni við ráðstöfun tímans og ná tökum á tímaþjófum og óþarfa truflunum og áreiti á vinnustaðnum 

  • Kennt er hvernig má minnka streitu, auka starfsánægju og margfalda afköst með því að skipuleggja daginn, vikuna og mánuðinn með skilvirkum hætti.

  • Hvernig má ná betri árangri í daglegum störfum og í einkalífi. Að finna jafnvægið milli vinnu og einkalífs – að ljúka verkefnum á þeim tíma sem er til umráða.

  • Þekkja grundvallaratriði góðrar skipulagningar og góðra vinnubragða á vinnustaðnum, við skrifborðið, á tölvupósti, á fundum og í vinnuhópum.  

  • Að losna við frestunaráráttu þegar kemur að mikilvægum og erfiðum málum. 

  • Að ná markvissara samstarfi og auknum afköstum á vinnustaðnum og auka þannig starfsánægju og bæta samhæfingu samstarfsfólks.  

  • Að auka skýrleika og yfirsýn á vinnustaðnum á öllum sviðum og samhæfa verkefni, forgangsröðun og verkefnalista hjá þeim sem starfa saman í deildum og sviðum.


    UM FYRIRLESARANN:


    Námskeiðið er flutt af Thomasi Möller, MBA, hagverkfræðingi, stundakennara á Bifröst og framkvæmdastjóra Rýmis-Ofnasmiðjunnar ehf.. Thomas er í fremstu röð fyrirlesara á Íslandi. Hann er höfundur metsölubóka um stjórnun ( og matreiðslu!) og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða við miklar vinsældir í um 25 ár bæði hér heima á Íslandi og í Danmörku

    Smáa Letrið
      • Staður: Centerhotel Plaza við Austurstræti 
      • Dagsetning: 30. mars 
      • Tímasetning: 13.00 - 16.00

      Gildistími: 30.03.2017 - 30.03.2017

      Notist hjá
      Centerhotel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík

      Vinsælt í dag