Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson

Höll minninganna (2001) er mögnuð skáldsaga um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blómlegt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs við Kyrrahafið?

Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er ógleymanleg frásögn um mannleg örlög, ást og aðskilnað, einsemd og söknuð. Stíllinn er fágaður, persónurnar ljóslifandi og sagan heldur lesanda föngnum frá upphafi til loka.

Ólafur Jóhann hefur notið fádæma vinsælda fyrir skáldverk sín. Í Höll minninganna kemur hann að lesandanum úr óvæntri átt og vakti sagan athygli heima og erlendis.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 7 klukkustundir að lengd. Sigurður Skúlason les.

1.140 kr.
Afhending