Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Michael Moore

Drepfyndin metsölubók Michaels Moore um valdarán Bush-fjölskyldunnar og stjórnmálaklíku hennar í Bandaríkjunum. Þetta er engin venjuleg settleg snattbók um stjórnmál nær og fjær. Þetta er breiðsíðuárás öskureiðs manns með ótrúlegt skopskyn á skelfilegt ástand eina heimsveldis okkar daga.

Michael Moore varð frægur í hverjum kima heimsins þegar kvikmynd hans, Bowling for Columbine, vann Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin 2003. En frægðarferill hans hófst löngu fyrr því heimildarmyndin Roger & Me vann til ótal verðlauna og var um tíma sú heimildarmynd sem flestir höfðu séð í bíó. Sjónvarpsþættir hans, TV Nation og The Awful Truth, hlutu báðir Emmy-verðlaunin og aðrar heimildarmyndir hans, svo sem The Big One, sem fjallar um íþróttavörurisann Nike, hafa vakið gríðarlega athygli. Bók hans, Downsize This!, sem fjallar um það hvernig „hagræðingin“ í bandarísku efnahagslífi hefur skilið líf verkalýðs- og miðstéttar eftir í rústum, varð metsölubók í Bandaríkjunum.

Í árslok 2000 var framið valdarán í Bandaríkjunum. Nokkrir eldri herrar með martíníkokteila milli fingranna fluttu inn í Hvíta húsið og dubbuðu strákinn hans Bush gamla upp sem forseta. Þeir beittu öllum þeim aðferðum sem þeir töldu sig geta komist upp með og tókst að endingu það sem þeir ætluðu sér. Varla sestir í valdastólana hófu þeir að skara eld að sinni köku og reka bandaríska heimsveldið sem risavaxna fjárplógsstarfsemi til að fylla vasa sína og vina sinna. Með háðið að vopni fer Michael Moore eins og stormsveipur um allar spilaborgirnar sem „herforingjastjórnin“ í Washington hefur byggt upp og þeytir sundur öllu því sem hingað til hefur verið haldið satt og rétt. Heimskir hvítir karlar er bók sem færir stjórnmálin aftur til fólksins. Hún varðar alla sem búa á áhrifasvæði bandaríska heimsveldisins – með öðrum orðum: okkur öll

1.140 kr.
Afhending