Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Mons Kallentoft

Það hellirignir við Skogså-setrið fyrir utan Linköping. Regnið lemur engi og skóga og líkið sem marar í hálfu kafi í hallarsíkinu. Lögfræðingurinn Jerry Petersson, sem nýlega hefur fest kaup á Skogså og er alræmdur fyrir vægðarleysi í viðskiptum, mun ekki vinna fleiri sigra á keppinautum sínum. En hvers vegna var hann myrtur?

Malin Fors lögreglufulltrúi rannsakar málið með félögum sínum í rannsóknarlögreglu Linköping og fljótt kvikna hjá henni grunsemdir um að fyrri eigendur setursins tengist morðinu, aðalsfjölskyldan Fågelsjö, sem neyddist til að selja Jerry ættaróðalið.

Gæti salan á setrinu hafa verið tilefni til morðs? Og hver var þessi Jerry Petersson sem efnaðist á upplýsingatækni og safnaði dýrum listaverkum? Smám saman raðast upp brot úr lífi og örlögum þessa fólks sem leiddu til ótímabærs dauða.