


Gjafabréf á nýtt og glæsilegt hótel í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Gisting fyrir tvo í fallegu herbergi ásamt morgunmat í aðeins klukkutíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin. Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup
Hótel Basalt er glænýtt hótel í Borgarfirði syðri sem er rétt í þessu að opna dyr sínar fyrir fyrstu gestunum. Staðsetningin er frábær fyrir þá sem vilja geta stokkið út í ósnerta náttúru án þess að eyða of miklum tíma í ferðalagið. Stutt er í Borgarnes og margar náttúruperlur Vesturlands. Hótelið er tilvalið fyrir einstaklinga, pör eða hópa fyrir lengri eða skemmri dvöl. Á hótelinu eru 11 tveggja manna herbergi og 2 fjölskylduherbergi í fallegu umhverfi. Öll herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu. Glæsilegur veitingastaður er á staðnum.
Hótel Basalt
Hótel Basalt er staðsett í Lundarreykjadal umvafið yndislegu íslensku sveitaumhverfi. Hótelið býður upp á 13 vel útbúin herbergi og veitingastað sem framreiðir mat frá morgni til miðnættis. Vegurinn um Lundarreykjadal tengir saman Vesturland og Suðurland yfir Uxahryggi og í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum. Frá Uxahryggjum liggur einnig Kaldadalsvegur þaðan sem hægt er að komast um hálendi Íslands, að Langjökli og niður að Húsafelli svo dæmi séu tekin.
Hótel Basalt er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem Hjördís Geirdal, Þórarinn Svavarsson og dætur þeirra Katrín og Jasmín taka vel á móti ykkur. Þeirra markmið er að gera dvöl ykkar notalega og þægilega.
Heimasíða: https://www.basalthotel.is/
Facebook síða: https://www.facebook.com/basalthotel
Hótel Basalt - Gisting og morgunverður fyrir tvo
Smáa Letrið
- - Innritun er klukkan 15:00 og útritun klukkan 11:00 - Mögulegt er að fá seinni útritun ef óskað er eftir því.
- - Eingöngu er hægt að bóka dvöl eftir 4. janúar 2023.
- - Bókanir eru gerðar með tölvupósti til [email protected]
- - Nánari upplýsingar um hótelið eru á https://www.basalthotel.is/
Gildistími: 03.10.2023 - 03.10.2023
Notist hjá
Gjafabréf
Fjölbreytt úrval gjafabréfa á einum stað